Við erum öll bæði fyndin og feimin

Þórhallur Sigurðsson, Laddi sjálfur, er svo sannarlega stjarna sýningarinnar.
Þórhallur Sigurðsson, Laddi sjálfur, er svo sannarlega stjarna sýningarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Árni Sæ­berg ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins gægðist bak við tjöld­in í Borg­ar­leik­hús­inu á dög­un­um og fangaði stemn­ing­una hjá leik­hóp og aðstand­end­um sýn­ing­ar­inn­ar Þetta er Laddi, í leik­stjórn Ólafs Eg­ils Eg­ils­son­ar, sem var frum­sýnd á Stóra sviðinu á föstu­dag­inn.

Ólafur Egill Egilsson sér ekki einungis um leikstjórn sýningarinnar því …
Ólaf­ur Eg­ill Eg­ils­son sér ekki ein­ung­is um leik­stjórn sýn­ing­ar­inn­ar því hann skrifaði einnig hand­ritið ásamt leik­kon­unni Völu Krist­ínu Ei­ríks­dótt­ur. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Með hlut­verk í sýn­ing­unni fara þau Ásthild­ur Úa Sig­urðardótt­ir, Birna Pét­urs­dótt­ir, Björg­vin Franz Gísla­son, Hall­dór Gylfa­son, Há­kon Jó­hann­es­son, Katla Mar­grét Þor­geirs­dótt­ir, Vala Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir og Vil­helm Neto að ógleymd­um Ladda sjálf­um, Þór­halli Sig­urðssyni.

Flug­eld­ur inni í skel

Blaðamaður menn­ing­ar­inn­ar sett­ist á dög­un­um niður með höf­und­un­um tveim­ur þeim Ólafi Agli Eg­ils­syni, sem jafn­framt leik­stýr­ir verk­inu, og Völu Krist­ínu Ei­ríks­dótt­ur, sem fer með hlut­verk spyr­ils og nokk­urs kon­ar stíl­færðrar út­gáfu af sjálfri sér í sýn­ing­unni.

Viðtalið við þau birt­ist í heild sinni í Morg­un­blaðinu fimmtu­dag­inn 6. mars en brot úr því má sjá hér fyr­ir neðan.

Boðið er upp á lifandi tónlist á sýningunni en hljómsveitina …
Boðið er upp á lif­andi tónlist á sýn­ing­unni en hljóm­sveit­ina skipa þeir Jón Ólafs­son á pí­anó, Ólaf­ur Hólm á tromm­ur, Stefán Már Magnús­son á gít­ar og Friðrik Sturlu­son á bassa. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Og hver er svo eig­in­lega þessi Laddi?

„Hann er svona flug­eld­ur inni í skel,“ seg­ir Vala sposk á svip og blaðamaður þakk­ar henni kær­lega fyr­ir efni í góða fyr­ir­sögn.

„Akkúrat,“ seg­ir Ólaf­ur og nefn­ir í kjöl­farið að Laddi hafi þrátt fyr­ir alla sína feimni og hóg­værð ríka þörf fyr­ir að tengj­ast fólki.

„Og finna leið inn í hjörtu okk­ar með grín­inu. Við reyn­um í sýn­ing­unni að kafa ein­mitt ofan í þetta tvíeðli Ladda. Er trúður­inn hinn raun­veru­legi Laddi og er feimn­in grím­an? Hvort er sann­ara? Hvernig varð feimni Þór­hall­ur að skemmtikraft­in­um Ladda?“ seg­ir hann til út­skýr­ing­ar.

„Ég held að við tengj­um ein­mitt öll við þessa spurn­ingu, svona al­mennt séð. Við erum öll bæði fynd­in og feim­in. Bara mis­mikið, á mis­mun­andi tím­um og inn­an um mis­mun­andi fólk en ég held að við tengj­um öll við þessa tog­streitu,“ bæt­ir hann við og Vala kink­ar kolli til samþykk­is.

Laddi rennir hér snöggt yfir handritið fyrir æfingu.
Laddi renn­ir hér snöggt yfir hand­ritið fyr­ir æf­ingu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Segja þau að þetta sé þannig séð verk um sam­mann­lega hluti, en með Ladda sem út­gangspunkt og miðju, og það sé búið að vera frá­bært að fá að kynn­ast hon­um og sjá hvernig hann nálg­ist og vinni hlut­ina.

„Laddi á stað í hjört­um okk­ar allra og það er ein­stakt að hafa fengið að taka þátt í því að búa til enn eitt Ladda-sjóvið því manni finnst eins og maður fái þannig að verða part­ur af hans fer­il­skrá og þeirri goðsögn sem hann er.

Það er í raun al­veg magnað hvað hann hef­ur gert fyr­ir þessa þjóð sem hef­ur í gegn­um tíðina svo sann­ar­lega þurft á því að halda að láta létta sína lund, bú­andi hér í landi skamm­deg­is og skafrenn­ings.“

Í sýningunni stíga á svið tveir kórar, annars vegar Senjóríturnar …
Í sýn­ing­unni stíga á svið tveir kór­ar, ann­ars veg­ar Senjórít­urn­ar og hins veg­ar Söng­fjelagið, en í kór­un­um eru tug­ir fé­laga. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Björgvin Franz Gíslason er einn af fjölmörgum leikurum sýningarinnar en …
Björg­vin Franz Gísla­son er einn af fjöl­mörg­um leik­ur­um sýn­ing­ar­inn­ar en hann er held­ur bet­ur þekkt­ur fyr­ir sitt grín og sprell. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Birna Pétursdóttir og Ólafur Egill.
Birna Pét­urs­dótt­ir og Ólaf­ur Eg­ill. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Frændsystkinin Margrét Erla Maack og Ólafur Egill.
Frænd­systkin­in Mar­grét Erla Maack og Ólaf­ur Eg­ill. mbl.is/Á​rni Sæ­berg















Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Það sem gerist í dag er að mestu leyti eitthvað sem þú getur ekki ráðið við. Taktu stundarfjórðung í að skipuleggja þann hluta lífs þíns sem þarfnast mestrar athygli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Það sem gerist í dag er að mestu leyti eitthvað sem þú getur ekki ráðið við. Taktu stundarfjórðung í að skipuleggja þann hluta lífs þíns sem þarfnast mestrar athygli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf