„Ég er með þessa fáránlegu flautu fasta við andlitið á mér“

Dóttir leikarans Charlie Seen fékk nóg af því að vera …
Dóttir leikarans Charlie Seen fékk nóg af því að vera líkt við föður sinn. Skjáskot/Instagram

Sami Sheen, dótt­ir leik­ar­ans Charlie Sheen, viður­kenn­ir að hún hafi farið í nefaðgerð í ág­úst síðastliðnum eft­ir að hafa verið strítt vegna þess hve mikið hún líkt­ist föður sín­um.

Þetta kom fram í raun­veru­leikaþætt­in­um Denise Rich­ards & Her Wild Things, en fyr­ir­sæt­an og leik­kon­an, Denise Rich­ards, er móðir Sami. Í þætt­in­um áttu þær mæðgur í sam­ræðum í bíl og Rich­ards hlustaði á þegar dótt­ir henn­ar sagði frá því hve mikið henni hafði verið strítt.

„Fólk sagði að ég líkt­ist pabba. Ég fékk at­huga­semd frá ein­um um dag­inn sem sagði að ég yrði aldrei jafn fal­leg og mamma mín.“

Sami sagðist hafa óskað þess að kom­ast í nefaðgerð svo lengi sem hún myndi eft­ir sér. 

„Ég er með þessa fá­rán­legu flautu fasta við and­litið á mér.“

Sami, sem er tví­tug og hef­ur verið dug­leg á On­lyF­ans, sagðist hafa viljað nef eins og móðir henn­ar.

Rich­ards komst í upp­nám við þess­ar játn­ing­ar dótt­ur sinn­ar og sagðist vera döp­ur yfir að dætr­um henn­ar líði eins og þær þurfi að líta út á ákveðinn hátt. 

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Mundu að sumar spurningar eiga sér ekki einhlítt svar. Reyndu að bíða til morguns með að leysa úr málunum og Snúðu þig út úr erfiðum aðstæðum á meðan kostur er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Mundu að sumar spurningar eiga sér ekki einhlítt svar. Reyndu að bíða til morguns með að leysa úr málunum og Snúðu þig út úr erfiðum aðstæðum á meðan kostur er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir