Fyrrum ritstjóri Vanity Fair gagnrýnir sjónvarpsþátt Meghan Markle

Meghan Markle virðist ekki alveg vera „með þetta“ samkvæmt áliti …
Meghan Markle virðist ekki alveg vera „með þetta“ samkvæmt áliti Tinu Brown, fyrrum ritstjóra Vanity Fair. SUZANNE CORDEIRO / AFP

With Love, Meg­h­an, nýir lífstíls­sjón­varpsþætt­ir her­togaynj­unn­ar af Sus­sex, Meg­h­an Markle, hafa fengið harða gagn­rýni.

Tina Brown sem er fyrr­um rit­stjói Vanity Fair felldi dóm­inn í kjöl­far fyrsta þátt­ar Markle og sagði hann aðeins „falska full­komn­un“.

Hún seg­ir her­togaynj­una hafa ein­staka til­hneig­ingu til að mis­skilja tíðarand­ann með sjón­varpsþætti sín­um sem er ekk­ert annað en „fölsk full­komn­un“, akkúrat þegar sam­fé­lagið kall­ar eft­ir ein­hverju allt öðru.

Per­són­an, það er Markle sjálf, seg­ir Brown vera alls ekki sann­fær­andi, að hún dul­búi sig sem ein­hvers kon­ar áhrifa­vald þegar hún er í raun hinn full­komni fylgj­andi.

„Hún er á eft­ir kúrf­unni.“

Reyn­ir að end­ur­heimta glatað orðspor

„With Love, Meg­h­an, nær sér aldrei á strik eft­ir fá­rán­legt upp­hafs­atriði þar sem hún dul­býr sig sem bý­flugna­bónda og hvísl­ar að bý­flugna­rækt­and­an­um sín­um um und­ur bý­flugna.“

Þá bæt­ir Brown við að þátt­ur­inn sé vitni um hve langt aft­ur her­togaynj­an hef­ur horfið síðan hún braust inn í vit­und al­menn­ings fyr­ir meira en átta árum.

Brown fer svo langt að segja að hún telji að Markle og eig­inmaður henn­ar, Harry prins, hafi ekki tekið rétta ákvörðun um að yf­ir­gefa skyld­ur sín­ar sem hátt­sett­ir meðlim­ir bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar. Það hefði verið skyn­sam­legra fyr­ir þau að bíða eft­ir and­láti Elísa­bet­ar II drottn­ing­ar, sem lést 2022 þá 96 ára.

Auk sjón­varpsþátt­anna gaf Harry bretaprins út bók með end­ur­minn­ing­um sín­um, Spare.

„Allt sem Meg­h­an þurfti að gera var að þegja og bíða.“ Og bæt­ir Brown því við að Markle sé svo ári óþol­in­móð. 

Brown virðist hafa séð ákveðin áform hjá Markle um að fá á sig geislabaug og end­ur­heimta þannig glatað orðsporið.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Einhver snurða er hlaupinn á þráðinn hjá þér og vini þínum. Allt sem tengist ást, rómantík, gleðskap, afþreyingu og listum fær byr undir báða vængi á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Einhver snurða er hlaupinn á þráðinn hjá þér og vini þínum. Allt sem tengist ást, rómantík, gleðskap, afþreyingu og listum fær byr undir báða vængi á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir