Gigi Hadid er yfir sig ástfangin

Ofurmódelið Gigi Hadid staldrar við fyrir ljósmyndara er hún mætti …
Ofurmódelið Gigi Hadid staldrar við fyrir ljósmyndara er hún mætti til „Le Grand Diner du Louvre“-kvöldverðarins í Louvre-safninu í París, 4. mars. Thibaud MORITZ / AFP

Hægt er að segja að fyrirsætan Gigi Hadid sé í ástarvímu þessa dagana. Rúmu ári eftir að hún byrjaði í sambandi með leikaranum Bradley Cooper veitir hún loksins innsýn í tilhugalíf þeirra í nýju viðtali við Vogue.

„Ég virði hann svo mikið sem skapandi mann ... Og mér finnst hann gefa mér svo mikið.“

Hadid segir þau Cooper hafa hist í barnaafmæli sameiginlegs vinar. Fyrir á Hadid fjögurra ára dóttur, Khai, með fyrrum kærasta sínum, söngvaranum Zayn Malik, sem var meðlimur sveitarinnar One Direction. 

Cooper á einnig eina sjö ára dóttur, Leu, úr fyrra sambandi með fyrirsætunni Irinu Shayk.

Hadid og Cooper hafa hingað til verið þögul um samband sitt og farið í lágstemmdar skemmtiferðir og þar er í uppáhaldi að fara í leikhús. Hadid er hæst ánægð með hvernig Cooper hefur kynnt hana fyrir leikhússenunni. Hadid er ekki óvön athyglinni og hefur upplifað hana síðan úr æsku því móðir hennar, Yolanda Hadid, starfaði áður sem fyrirsæta og í sjónvarpi og faðir hennar, Mohamed Hadid, þekktur fasteignasali.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar svo að njóta athygli vinnufélaga þinna að þú ert reiðubúinn að leggja ýmislegt á þig. Hlustaðu á röddina sem heldur aftur að þér og bíddu fram yfir helgi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Colleen Hoover
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar svo að njóta athygli vinnufélaga þinna að þú ert reiðubúinn að leggja ýmislegt á þig. Hlustaðu á röddina sem heldur aftur að þér og bíddu fram yfir helgi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Colleen Hoover
5
Sofie Sarenbrant