Leyfði náttúrulegri fegurð sinni að njóta sín

Leikarahjónin Harrison Ford og Calista Flockhart.
Leikarahjónin Harrison Ford og Calista Flockhart. AFP/Frazer Harrison

Leik­kon­an Cal­ista Flockhart, einna þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt í gam­anþáttaröðinni Ally Mc­Beal, fetaði í fót­spor Pamelu And­er­son og mætti án farða á galaviðburð í New York-borg á mánu­dags­kvöldið.

Flockhart, sem er 60 ára, mætti svart­klædd frá toppi til táar og leyfði nátt­úru­legri feg­urð sinni að njóta sín á rauða dregl­in­um.

Leik­kon­an brosti sínu breiðasta er hún stillti sér upp fyr­ir ljós­mynd­ara.

Flockhart, sem hef­ur lengi vakið at­hygli fyr­ir ung­legt og geislandi út­lit sitt, hef­ur að mestu lagt leik­list­ina á hill­una. Hún sést þó reglu­lega á rauða dregl­in­um ásamt eig­in­manni sín­um, leik­ar­an­um Harri­son Ford.

Flockhart og Ford gengu í hjóna­band hinn 15. júní árið 2010 og fagna því 15 ára brúðkaup­saf­mæli sínu í ár. Hjón­in eiga einn son, Liam, 24 ára, en Flockhart ætt­leiddi dreng­inn árið 2001, einu ári áður en hún kynnt­ist verðandi eig­in­manni sín­um.

Ford ætt­leiddi dreng­inn stuttu eft­ir að þau hófu sam­band.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Hunsaðu ekki reynslu þeirra sem hafa gengið veginn á undan þér. Þú ert listrænn og því ekki úr vegi að nota daginn til sköpunar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Sigrún Elías­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Hunsaðu ekki reynslu þeirra sem hafa gengið veginn á undan þér. Þú ert listrænn og því ekki úr vegi að nota daginn til sköpunar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Sigrún Elías­dótt­ir