Gera framhald á Verbúðinni

Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir í hlutverkum sínum …
Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir í hlutverkum sínum í Verbúðinni.

Gísli Örn Garðars­son vinn­ur nú að fram­haldi á sjón­varpsþátt­un­um Ver­búðin, sem sýnd­ir voru við mikl­ar vin­sæld­ir hér­lend­is á ár­un­um 2021-2022. Þessu grein­ir banda­ríska kvik­mynda­tíma­ritið Variety frá fyrst miðla. Fram­leiðandi er sem fyrr Vest­urport og nefn­ist vænt­an­leg sería Stick ‘Em Up, en ekki er búið að ákveða hver ís­lensk­ur tit­ill þátt­anna eigi að vera. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Gísla Erni Garðars­syni, sem skrif­ar þætt­ina í sam­starfi við Björn Hlyn Har­alds­son og Mika­el Torfa­son, hafa þeir verið að þróa serí­una í pró­grammi sem skipu­lagt er á veg­um hátíðar­inn­ar Series Mania og verður serí­an kynnt á næstu hátíð sem hald­in verður dag­ana 21.-28. mars í Lille í Frakklandi. 

Þess má geta að Ver­búð var val­in besta sjón­varpsþáttaröðin á Series Mania-hátíðinni þegar hún var hald­in árið 2021. 

Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson ásamt fleirum þegar …
Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir og Gísli Örn Garðars­son ásamt fleir­um þegar Ver­búðin var verðlaunuð á Eddu­verðlaun­un­um 2023 þar sem serí­an sópaði til sín verðlaun­um, m.a. sem sjón­varps­efni árs­ins. Morg­un­blaðið/​Eggert

Sam­kvæmt frétt Variety verður Stick Em Up líka átta þátta sería líkt og Ver­búðin. 

„Þegar rík­is­stjórn Íslands leit­ast við að end­ur­heimta ný­lega einka­vædd­an fisk­veiðikvóta, ger­ir Harpa Sig­urðardótt­ir, eig­andi út­gerðarfé­lags í Reykja­vík, sér grein fyr­ir því að eina leiðin til að tryggja kvóta henn­ar er að ná yf­ir­ráðum yfir banka,“ seg­ir Francesco Cap­urro, stjórn­andi Series Mania For­um, en þess má geta að Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir fer með hlut­verk Hörpu.

Cap­urro bæt­ir því við að Gísli og Björn Hlyn­ur séu „ein­stak­lega hæfi­leika­rík­ir. Þeir hafa burði til að segja mjög staðbundn­ar sög­ur með al­hliða skír­skot­un.“

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Gísli Örn að stefnt sé að tök­um á næsta ári og frum­sýn­ingu öðru voru meg­in við ára­mót­in 2026/​2027. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Jafnvel hugprúðustu menn vita að stundum þarf handagang í öskjunni til að fá hlutina til að rúlla af stað. Láttu ekkert hindra þig í því að framkvæma það sem þú veist að er rétt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Jafnvel hugprúðustu menn vita að stundum þarf handagang í öskjunni til að fá hlutina til að rúlla af stað. Láttu ekkert hindra þig í því að framkvæma það sem þú veist að er rétt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant