Harry Potter-leikkona mætt á OnlyFans

Jessie Cave ætlar að græða á hárinu á sér.
Jessie Cave ætlar að græða á hárinu á sér. Samsett mynd

Enska leikkonan Jessica Alice Cave Lloyd, jafnan kölluð Jessie Cave, hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu Hollywood-stjarna sem hafa stofnað aðgang á áskriftarsíðunni OnlyFans.

Cave, einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem Lavender Brown í kvikmyndunum um töfrastrákinn Harry Potter, greindi frá þessu í hlaðvarpsþættinum Before We Break Up Again nú á dögunum.

„Ég ætla að stofna OnlyFans-reikning, hann verður ekki af kynferðislegum toga. Ég ætla að einblína á blæti,” sagði Cave þegar hún var innt eftir hvernig efni hún ætli sér að birta á síðunni.

Cave, sem er 37 ára, ætlar að deila ljósmyndum og myndskeiðum af hárinu á sér, en margir eru með blæti fyrir hári og kallast það Trichophilia á ensku.

Leikkonan vonast til að þéna dágóða summu á síðunni til að grynnka á skuldum og endurhanna heimili sitt.

Vinsældir vefsíðunnar OnlyFans fara sívaxandi en hún var stofnuð árið 2016. Margar þekktar stjörnur úr Hollywood-heiminum nýta miðilinn til þess að ná sér í frekari tekjur og athygli með því að selja myndir og myndbönd.

Á meðal þeirra sem halda úti áskriftarsíðum á miðlinum eru Denise Richards, Iggy Azalea, Carmen Electra, DJ Khaled, Chris Brown og Drea de Matteo.

View this post on Instagram

A post shared by JeSsIe CaVE (@jessiecave)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar svo að njóta athygli vinnufélaga þinna að þú ert reiðubúinn að leggja ýmislegt á þig. Hlustaðu á röddina sem heldur aftur að þér og bíddu fram yfir helgi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Colleen Hoover
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar svo að njóta athygli vinnufélaga þinna að þú ert reiðubúinn að leggja ýmislegt á þig. Hlustaðu á röddina sem heldur aftur að þér og bíddu fram yfir helgi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Colleen Hoover
5
Sofie Sarenbrant