Myndskeið áhrifavalds hefur vakið mikla hneykslun

Netheimar loga!
Netheimar loga! Skjáskot/Instagram

Myndskeið sem bandarískur áhrifavaldur, ung kona að nafni Sam Jones, deildi á samfélagsmiðlasíðum sínum hefur vakið mikla hneykslun í Ástralíu og víðar.

Myndskeiðið sem um ræðir sýnir Jones hrifsa vamba-unga (e. baby wombat) úr fangi móður sinnar og hlaupa með hann, hálfhlæjandi, í burtu, allt til að skapa sér nafn og öðlast frægð á samfélagsmiðlum.

Í myndskeiðinu má heyra aðilann á bak við upptökuvélina segja: „Sjáðu mömmuna, hún er að reyna að elta ykkur!“

Mikil reiði í Ástralíu

Dýrasérfræðingar í Ástralíu segja Jones hafa brotið gegn áströlskum lögum með athæfinu, en samkvæmt áströlskum reglugerðum er ólöglegt að skaða eða áreita villt dýr.

Tony Burke innanríkisráðherra Ástralíu tjáði sig um atvikið og sagði málið grafalvarlegt. Hann sagði yfirvöld í landinu vera að íhuga að afturkalla dvalarleyfi Jones.

Stofnaður hefur verið undirskriftalisti sem krefst þess að Jones verði vísað úr landi hið snarasta. Nokkur þúsund manns hafa skrifað undir á innan við sólarhring.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki einkamál þín taka of mikinn tíma frá vinnunni. Hvaðeina sem þú tekur þér fyrir hendur utan vinnu verður ánægjulegt og gefandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki einkamál þín taka of mikinn tíma frá vinnunni. Hvaðeina sem þú tekur þér fyrir hendur utan vinnu verður ánægjulegt og gefandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Sofie Sarenbrant