Myndskeið áhrifavalds hefur vakið mikla hneykslun

Netheimar loga!
Netheimar loga! Skjáskot/Instagram

Mynd­skeið sem banda­rísk­ur áhrifa­vald­ur, ung kona að nafni Sam Jo­nes, deildi á sam­fé­lags­miðlasíðum sín­um hef­ur vakið mikla hneyksl­un í Ástr­al­íu og víðar.

Mynd­skeiðið sem um ræðir sýn­ir Jo­nes hrifsa vamba-unga (e. baby wombat) úr fangi móður sinn­ar og hlaupa með hann, hálf­hlæj­andi, í burtu, allt til að skapa sér nafn og öðlast frægð á sam­fé­lags­miðlum.

Í mynd­skeiðinu má heyra aðilann á bak við upp­töku­vél­ina segja: „Sjáðu mömm­una, hún er að reyna að elta ykk­ur!“

Mik­il reiði í Ástr­al­íu

Dýra­sér­fræðing­ar í Ástr­al­íu segja Jo­nes hafa brotið gegn áströlsk­um lög­um með at­hæf­inu, en sam­kvæmt áströlsk­um reglu­gerðum er ólög­legt að skaða eða áreita villt dýr.

Tony Burke inn­an­rík­is­ráðherra Ástr­al­íu tjáði sig um at­vikið og sagði málið grafal­var­legt. Hann sagði yf­ir­völd í land­inu vera að íhuga að aft­ur­kalla dval­ar­leyfi Jo­nes.

Stofnaður hef­ur verið und­ir­skriftalisti sem krefst þess að Jo­nes verði vísað úr landi hið snar­asta. Nokk­ur þúsund manns hafa skrifað und­ir á inn­an við sól­ar­hring.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Sannfæring þín fyrir því að þú hafir á réttu að standa er afar sterk og því ert þú ekki fyrir málamiðlanir í dag. Reyndu að koma skipulagi á hlutina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Sannfæring þín fyrir því að þú hafir á réttu að standa er afar sterk og því ert þú ekki fyrir málamiðlanir í dag. Reyndu að koma skipulagi á hlutina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir