Kim Kardashian býður í áritaða biblíu föður síns

Kim Kardashian ásamt föður sínum Robert Kardashian.
Kim Kardashian ásamt föður sínum Robert Kardashian. skjáskot/Instagram

Biblía Roberts Kardashian, föður Kim Kardashian, er nú á uppboði og Kim er sögð reyna að kaupa hana. Biblíuna gaf Robert vini sínum O.J. Simpson, atvinnumanni í amerískum fótbolta, daginn eftir að hann var handtekinn fyrir morðið á fyrrverandi eiginkonu sinni, Nicole Brown Simpson. Hún var myrt við heimili sitt í júní 1994 og O.J. var handtekinn nokkrum dögum síðar.

Robert handskrifaði skilaboð í biblíuna, ætlað O.J., þar sem segir: „O.J. þessi bók mun hjálpa þér. Guð elskar og hann mun tala við þig með orðum sínum. Lestu þessa bók daglega. Guð hefur gert áætlun fyrir líf þitt. Þú ert barn hans og hann hefur not fyrir þig. Ég elska þig og Guð elskar þig.“

Dánarbú O.J. hefur hafnað boði Kim sem hljóðar upp á 15.000 dollara. Skiptastjóri dánarbúsins, Malcolm LaVergne, selur eignir úr búinu til að greiða upp útistandandi skuldir.

Tilboði Kim var hafnað á þeim forsendum að þegar hafði verið tekið ákvörðun um almenningsuppboð. Hins vegar þykir skiptastjóranum upphæðin einfaldlega of lág og segir að ef hún hefði boðið 150.000 dollara væri myndin önnur.

„Kim getur boðið í þetta á netinu,“ segir hann og vísar til þess að hún geti tekið þátt í uppboðinu eins og aðrir. „Kannski fær hún hlutinn ódýrari en þessi 15.000, svo hver veit.“

Robert var frægur lögfræðingur og viðskiptamógúll. Hann hlaut mikla athygli sem vinur O.J. Simpsons og sem verjandi hans í sögulegum réttarhöldum í Bandaríkjunum á tíunda áratugnum. Robert eignaðist Kardashian-systurnar þrjár með Kris; Kourtney, Kim og Khloé. Hann greindist með krabbamein í vélinda í júlí 2003 og lést aðeins tveimur mánuðum síðar, aðeins 59 ára gamall.

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað sem vefst fyrir þér sem þú átt erfitt með að fá á hreint. Hægðu á og gefðu þér tíma til að undirbúa framkvæmdirnar sem eru í vændum..
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað sem vefst fyrir þér sem þú átt erfitt með að fá á hreint. Hægðu á og gefðu þér tíma til að undirbúa framkvæmdirnar sem eru í vændum..
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Sofie Sarenbrant