Ungar stúlkur í harðvítug­um deil­um

Danielle Bregoli og Alabama Barker.
Danielle Bregoli og Alabama Barker. Samsett mynd

Tvær ung­ar sam­fé­lags­miðla­stjörn­ur og rapp­ar­ar, Danielle Bre­goli, bet­ur þekkt sem Bhad Bhabie, og Ala­bama Bar­ker, dótt­ir tón­list­ar­manns­ins Tra­vis Bar­ker, eru nú í harðri deilu sem hef­ur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum und­an­farn­ar vik­ur.

Danielle Bre­goli er 21 árs og komst fyrst í sviðsljósið árið 2016 þegar hún kom fram í banda­ríska sjón­varpsþætt­in­um Dr. Phil. Þar vakti hún mikla at­hygli með fras­an­um sín­um „Catch me outsi­de, how ’bout that?“, sem varð fljótt að vin­sælu gríni á net­inu. Í kjöl­farið hóf hún tón­list­ar­fer­il sem hef­ur skilað henni mikl­um vin­sæld­um meðal ungs fólks.

Ala­bama Bar­ker, 19 ára, er dótt­ir Tra­vis Bar­ker, trommu­leik­ara hljóm­sveit­ar­inn­ar Blink-182, og Shanna Moakler, fyrr­ver­andi fyr­ir­sætu og leik­konu. Ala­bama hef­ur verið áber­andi á sam­fé­lags­miðlum, ekki síst vegna tengsla sinna við Kar­dashi­an-fjöl­skyld­una, eft­ir að faðir henn­ar gift­ist raun­veru­leika­stjörn­unni Kourt­ney Kar­dashi­an.

Hófst vegna ásak­ana um fram­hjá­hald

Deil­ur þeirra virðast hafa byrjað þegar Bre­goli sakaði Bar­ker op­in­ber­lega á sam­fé­lags­miðlum í des­em­ber síðastliðnum um meint fram­hjá­hald með kær­asta henn­ar, rapp­ar­an­um Le Vaug­hn. En Bre­goli og Le Vaug­hn eru búin að vera sam­an síðan 2020 og eiga eina stúlku sam­an.  

Bar­ker hafnaði ásök­un­un­um al­farið og sagði að um mis­skiln­ing væri að ræða. Í yf­ir­lýs­ingu sem hún birti á In­sta­gram sagði hún meðal ann­ars: 

„LV blekkti mig, ég er með sann­an­ir fyr­ir því, þar sem hann full­yrti að hann væri ekki Le Vaug­hn, að hann væri ein­hleyp­ur og að hann væri ekki með In­sta­gram-aðgang. Áður en þið bendið fingr­in­um að mér mæli ég með því að þið lítið á upp­runa máls­ins.“

Stór nöfn dreg­in inn í málið

Þrátt fyr­ir af­neit­an­ir Bar­ker virt­ist málið eng­an veg­inn leyst. Bre­goli tók deil­una á næsta stig með því að gefa út diss-lagið Over Cooked, þar sem hún sakaði Bar­ker meðal ann­ars um að hafa átt í ástar­sam­bönd­um við rapp­ar­ana Soulja Boy og Tyga, auk þess að ýja að því að Bar­ker hefði orðið ófrísk eft­ir þann síðar­nefnda.

Neita ásök­un­um

Rapp­ar­inn Tyga var fljót­ur að svara fyr­ir sig og sagði þess­ar ásak­an­ir væru þær fá­rán­leg­ustu sem hann hefði heyrt, og tók sér­stak­lega fram að hann hefði aldrei átt í nein­um sam­skipt­um við Bar­ker.

Bar­ker neitaði einnig ásök­un­un­um og gaf svo sjálf út diss-lagið Cry Bhabie þar sem hún vísaði kald­hæðnis­lega til frægðar Bre­goli úr Dr. Phil-þætt­in­um.

Hvor­ug þeirra er til­bú­in að gefa eft­ir í þess­ari deilu

Bre­goli lét ekki staðar numið og gaf út enn eitt diss-lagið, Ms. Whitman, þar sem hún bein­ir harka­leg­um skot­um sín­um að Bar­ker. Í lag­inu sak­ar hún Bar­ker meðal ann­ars um að stela kær­ust­um annarra og vís­ar til þess að hún hafi verið rek­in úr Kar­dashi­an-hús­inu.

Í tón­list­ar­mynd­band­inu við lagið birt­ist trommu­leik­ari sem lík­ist mjög föður Ala­bama, Tra­vis Bar­ker, en marg­ir túlka þetta sem beina ögr­un gagn­vart Kar­dashi­an-fjöl­skyld­unni.

Nýr kær­asti og ró á lofti?

Ala­bama birti ný­lega mynd­ir með nýja kær­asta sín­um á sam­fé­lags­miðlum. Sá heppni heit­ir Scooter Braun og er ung­ur banda­rísk­ur fót­boltamaður hjá Uni­versity of Cali­fornia, Los Ang­eles (UCLA).

Marg­ir aðdá­end­ur beggja rapp­ara virðast orðnir þreytt­ir á deil­un­um og vona nú að ró kom­ist sem fyrst á milli þeirra.

Hér fyr­ir neðan er hægt að sjá TikT­ok-mynd­band þar sem farið er ít­ar­lega yfir málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Hlustaðu! Fólk er að skipta um skoðun og breyta um stefnu. Ekki láta neitt slá þig út af laginu, þú gætir hagnast verulega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Col­leen Hoo­ver
3
Torill Thorup
4
Lotta Lux­en­burg
5
Satu Rämö
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Hlustaðu! Fólk er að skipta um skoðun og breyta um stefnu. Ekki láta neitt slá þig út af laginu, þú gætir hagnast verulega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Col­leen Hoo­ver
3
Torill Thorup
4
Lotta Lux­en­burg
5
Satu Rämö