Gríðarleg stemning var í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gærkvöldi þegar ABBA heiðurstónleikar fóru fram.
Söngdívurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Selma Björnsdóttir, Stefanía Svavarsdóttir og Elísabet Ormslev komu fram auk, Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Siggu Beinteins.
Uppselt var tónleikana og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru Akureyringar í miklu stuði.