Pabbi, ég hef ekkert gert af mér!

Erin Doherty og Owen Cooper í hlutverkum sínum í Adolescence.
Erin Doherty og Owen Cooper í hlutverkum sínum í Adolescence. Netflix

„Pabbi, ég hef ekkert gert af mér,“ hrópar hinn 13 ára gamli Jamie Miller, eftir að lögregla hefur ráðist grá fyrir járnum inn á heimili hans til að taka hann höndum. Foreldrunum krossbregður að vonum enda trúa þau engu misjöfnu upp á son sinn, frekar en við flest, þegar börnin okkar eru annars vegar.

Og ekki dregur úr undrun þeirra þegar sakargiftum er lýst: Jamie er grunaður um að hafa banað skólasystur sinni, Katie Leonard – með grófum hætti. Hún var stungin sjö sinnum á bílastæði steinsnar frá skólanum. Fátt bendir til annars en að gerandinn hafi ætlað að vinna henni mein. Og lögreglan er næsta viss í sinni sök.

Stephen Graham leikur föðurinn og skrifar handritið.
Stephen Graham leikur föðurinn og skrifar handritið. Netflix

Hvað í ösköpunum hefur átt sér stað? Hver ber ábyrgðina? Og hefði mátt koma í veg fyrir þennan hræðilega harmleik?

Svör við því ættu að fást í breskum sjónvarpsmyndaflokki í fjórum hlutum, Adolescence, sem kom inn á efnisveituna Netflix fyrir helgina. Sagan byggist ekki á tilteknu máli.

Við erum að tala um ósköp venjulegt heimili, þar sem engin sérstök vandamál blasa við á yfirborðinu. Jamie er vinmargur, gengur vel í skólanum og býr að ótakmarkaðri ást og umhyggju foreldra sinna. Hann er svo sem byrjaður í gaggó, orðinn svolítið hlédrægari og hangir ef til vill aðeins lengur í tölvunni á kvöldin en góðu hófi gegnir. En fyrr má nú aldeilis fyrr vera.

Álag á ungum körlum

„Við hefðum getað búið til drama um gengi og hnífaglæpi eða um strák sem á drykkjusjúka móður eða föður sem er níðingur,“ segir Stephen Graham, annar höfunda Adolescence, við vefsíðu Netflix en hann fer jafnframt með hlutverk föður drengsins. „Þess í stað langaði okkur að beina sjónum að þessari fjölskyldu og velta fyrir okkur: Guð minn góður, þetta gæti komið fyrir okkur! Það sem hér er á seyði er versta martröð sem hin ósköp venjulega fjölskylda getur hugsað sér.“

Eitt af markmiðum höfundanna, Grahams og Jacks Thornes, var að spyrja: Hvað er að verða um unga karla í dag og hversu miklu álagi eru þeir undir, frá félögum sínum, frá netinu og frá samfélagsmiðlum? „Álagið sem fylgir öllu þessu er ekkert minna hér [í Bretlandi] en annars staðar í heiminum,“ segir Graham.

Nánar er fjallað um Adolescence í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hlustaðu vel á það sem þér eldri menn hafa fram að færa. Mundu að þú þarft að hafa góð áhrif á aðra ekki síður en aðrir á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
2
Jill Mansell
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Erla Sesselja Jensdóttir
5
Colleen Hoover
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hlustaðu vel á það sem þér eldri menn hafa fram að færa. Mundu að þú þarft að hafa góð áhrif á aðra ekki síður en aðrir á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
2
Jill Mansell
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Erla Sesselja Jensdóttir
5
Colleen Hoover