Afbókaði brúðkaupsferðina til að elta stóra drauminn

Isaiah Moore komst áfram.
Isaiah Moore komst áfram. Samsett mynd

Hinn 22 ára gamli Isaiah Moore, keppandi í nýjustu þáttaröð hæfileikakeppninnar American Idol, fékk góðfúslegt leyfi, eða öllu heldur hvatningu, frá eiginkonu sinni til að afbóka brúðkaupsferð þeirra, skemmtiferðasiglingu um Karíbahafið, til að spreyta sig í áheyrnarprufum fyrir þáttinn.

Moore gekk í hjónaband aðeins einni viku áður en hann heillaði dómara þáttarins, þau Carrie Underwood, Luke Bryan og Lionel Ritchie, upp úr skónum með einlægum og fallegum tónlistarflutningi sínum.

Eiginkona hans var honum til halds og trausts í prufunni ásamt móður hans og fjölskyldu.

„Við vorum búin að panta siglingu um Karíbahaf, það átti að vera brúðkaupsferðin okkar. En konan mín hvatti mig til að afbóka siglinguna, ferðast hingað til Nashville í staðinn og syngja fyrir dómarana,” sagði Moore þegar hann ræddi við kynni þáttarins, Ryan Seacrest.

Moore flutti fallega útgáfu af laginu Where The Wild Things Are eftir Luke Combs sem fékk Underwood, sem sjálf sigraði fjórðu þáttaröð Idol árið 2005, til að fella tár.

„Að fá gullna miðann, ganga í hjónaband, hafa móður mína og fjölskyldu við hlið mér. Þetta er besta tilfinning sem ég hef upplifað,” sagði Moore að lokinni áheyrnarprufu.

„Ég held að þetta sé upphafið að frábærum kafla í lífi mínu.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þær hugmyndir sem þú færð í dag geta bætt fjárhag þinn og orðstýr. Hugsanir þínar koma jafnvel þér á óvart. Byrjaðu að undirbúa þig undir komandi átök.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Colleen Hoover
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þær hugmyndir sem þú færð í dag geta bætt fjárhag þinn og orðstýr. Hugsanir þínar koma jafnvel þér á óvart. Byrjaðu að undirbúa þig undir komandi átök.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Colleen Hoover