Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem er einna þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Desperate Housewives á árunum 2004 til 2012, hélt upp á fimmtugsafmæli sitt með pompi og prakt á veitingastaðnum Casadonna í Miami á föstudagskvöldið.
Öllu var til tjaldað í tilefni dagsins, enda var gestalistinn ekki af verri endanum.
Meðal þeirra sem fögnuðu áfanganum með Longoria voru leikkonan Gabrielle Union, eiginmaður hennar, körfuboltamaðurinn fyrrverandi Dwayne Wade og söngkonan Becky G, sem kom afmælisbarninu á óvart með einlægri ræðu og fallegum söngflutningi.
Það vakti athygli að enginn af meðleikurum Longoria úr Desperate Housewives mætti í afmælið og fagnaði með henni, en leikkonan hefur reglulega talað um að eiga í mjög góðu sambandi við þau Felicity Huffman, Marciu Cross, Ricardo Antonio Chavaria og Jesse Metcalfe.
Longoria sýndi frá veisluhöldunum á Instagram-síðu sinni á laugardag.