Nýja eiginkonan 23 árum yngri

Parið mætti í Vanity Fair-fögnuðinn í byrjun mars.
Parið mætti í Vanity Fair-fögnuðinn í byrjun mars. Ljósmynd/AFP

Banda­ríski leik­ar­inn Just­in Theroux gekk í hjóna­band með leik­kon­unni Nicole Brydon Bloom á strönd í bæn­um Tul­um í Mexí­kó um helg­ina.

Slúður­vef­ur­inn TMZ greindi fyrst frá tíðind­un­um og birti mynd­ir af par­inu í spari­föt­un­um á strönd­inni.

Theroux, 53 ára, og Bloom, 31 árs, op­in­beruðu sam­band sitt í byrj­un árs 2023 og trú­lofuðu sig síðsum­ars í fyrra.

Theroux, sem er einna þekkt­ast­ur fyr­ir hlut­verk sín í kvik­mynd­un­um Tropic Thund­er, Zooland­er, Wand­erlust og Charlie’s Ang­els: Full Throttle, fór á skelj­arn­ar á Ítal­íu, nán­ar til­tekið í Fen­eyj­um, þegar parið var statt þar vegna alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðar­inn­ar í ág­úst.

Bloom skartaði stærðar­inn­ar dem­ants­hring á baug­fingri á rauða dregl­in­um þegar kvik­mynd­in Beet­lejuice Beet­lejuice var heims­frum­sýnd þann 28. ág­úst síðastliðinn.

Theroux var áður kvænt­ur leik­kon­unni Jenni­fer Anist­on á ár­un­um 2015 til 2017.

Jennifer Aniston og Justin Theroux voru gift á árunum 2015 …
Jenni­fer Anist­on og Just­in Theroux voru gift á ár­un­um 2015 til 2017. Ljós­mynd/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það er gaman að kynnast nýjum mönnum og málefnum og sjalfsagt að vera opinn fyrir hvorutveggja. Vertu bara þú sjálfur og sinntu þínum störfum sem best þú getur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það er gaman að kynnast nýjum mönnum og málefnum og sjalfsagt að vera opinn fyrir hvorutveggja. Vertu bara þú sjálfur og sinntu þínum störfum sem best þú getur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf