Hlýtur ein virtustu verðlaun í heimi

Barbara Hannigan á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg árið …
Barbara Hannigan á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg árið 2023. mbl.is/Hákon

Hljóm­sveit­ar­stjór­inn og söng­kon­an Barbara Hannig­an hlýt­ur Pol­ar­verðlaun­in 2025 ásamt hljóm­sveit­inni Qu­een og djass­tón­list­ar­mann­in­um Her­bie Hancock. Þykja þau ein virt­ustu tón­list­ar­verðlaun í heimi. 

Hannig­an er verðandi aðal­hljóm­sveit­ar­stjóri og list­rænn stjórn­andi Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands og tek­ur við stöðunni haustið 2026.

Verðlaun­in verða form­lega af­hent í Stokk­hólmi þann 27. maí og hlýt­ur hver verðlauna­hafi eina millj­ón sænskra króna eða rúm­ar 13 millj­ón­ir ís­lenskra króna. 

Djúpt snort­in 

Haft er eft­ir Hannig­an í til­kynn­ingu að hún sé djúpt snort­in vegna heiðurs­ins. „Þakka ykk­ur kær­lega fyr­ir að bæta mér í þenn­an stór­kost­lega og áhrifa­mikla hóp verðlauna­hafa.“

Þá seg­ir Marie Led­in, fram­kvæmda­stjóri Pol­ar­verðlaun­anna, að Hannig­an sé á ein­stakri veg­ferð sem sýni hug­rekki. Fram­koma henn­ar sé engu lík. 

Meðal fyrri hand­hafa Pol­ar­verðlaun­anna eru hin ís­lenska Björk Guðmunds­dótt­ir, Paul McCart­ney, Bruce Springsteen, Peter Gabriel, Chuck Berry, Ennio Morrico­ne, Led Zepp­el­in, Patti Smith, Stevie Wond­er, Paul Simon, Joni Mitchell, Elt­on John og Metallica. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Ljúktu við allt sem fyrir liggur áður en þú byrjar á nýjum verkefnum. Ef þú veist að þú getur staðið við þitt, áttu ekki í vandræðum með að sannfæra aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Ljúktu við allt sem fyrir liggur áður en þú byrjar á nýjum verkefnum. Ef þú veist að þú getur staðið við þitt, áttu ekki í vandræðum með að sannfæra aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir