Sögð hafa hagað sér eins og díva

Mariah Carey tók við heiðursverðlaununum við mikinn fögnuð viðstaddra.
Mariah Carey tók við heiðursverðlaununum við mikinn fögnuð viðstaddra. AFP/Monica Schipper

Bandaríska stórsöngkonan Mariah Carey hlaut heiðursverðlaun (e. Icon Award) fyrir framlag sitt til tónlistar á iHeart Radio Music-verðlaunahátíðinni í Los Angeles á mánudagskvöldið.

Söngkonan, sem fagnar 56 ára afmæli sínu í næstu viku, mætti á hátíðina ásamt kærasta sínum, hinum 39 ára gamla rappara Anderson Paak, og fylgdist með skemmtiatriðum og sérstökum flutningi Muni Long og Tori Kelly sem fengnar voru til að flytja nokkur af þekktustu lögum Carey áður en söngkonan steig á svið til að taka á móti verðlaununum.

Mariah Carey ásamt LL Cool J.
Mariah Carey ásamt LL Cool J. AFP/Monica Schipper

Setti upp vanþóknunarsvip

Carey, sem hefur löngum verið þekkt fyrir að vera mikil díva, virtist lítt hrifin af flutningi Long á lagi hennar We Belong Together ef marka má myndskeið sem náðist af Carey að hlýða á söng Long úr sæti sínu í Dolby-kvikmyndahúsinu.

Muni Long flutti lagið We Belong Together.
Muni Long flutti lagið We Belong Together. AFP/Monica Schipper

Í myndskeiðinu má sjá Carey setja upp vanþóknunarsvip, snúa höfði sínu og glotta.

Myndskeiðið hefur farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina síðasta sólarhringinn og hafa fjölmargir deilt því og ritað athugasemdir.

„Mariah Carey er ekki hrifin af þessu og er alls ekki að reyna að fela það,“ skrifaði einn aðdáandi söngkonunnar á samfélagsmiðlasíðunni X, áður þekkt sem Twitter.

Tori Kelly flutti lagið Always Be My Baby.
Tori Kelly flutti lagið Always Be My Baby. AFP/Monica Schipper

Minntist ekki á flutninginn

Það var rapparinn LL Cool J sem veitti Carey heiðursverðlaunin við mikinn fögnuð viðstaddra.

Í þakkarræðu sinni minntist hún ekki einu orði á tónlistarflutning þeirra Long og Kelly. 

Carey þakkaði móður sinni heitinni, Patriciu Carey, fyrir óbilandi stuðning í gegnum árin og tónlistargjöfina.

„Á þessum degi heilags Patreks vil ég heiðra móður mína Patriciu Carey fyrir að gefa mér tónlistargjöfina í vöggugjöf.“ 




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jensdóttir
2
Jill Mansell
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jensdóttir
2
Jill Mansell
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir