Sonur Schwarzenegger kviknakinn í nýrri auglýsingaherferð

Parið var glæsilegt er það mætti í Vanity Fair-fögnuðinn.
Parið var glæsilegt er það mætti í Vanity Fair-fögnuðinn. Ljósmynd/AFP

Banda­ríski leik­ar­inn Pat­rick Schw­arzenegger og unn­usta hans, fyr­ir­sæt­an Abby Champ­i­on, fara með aðal­hlut­verk í nýrri aug­lýs­inga­her­ferð nærfata­merk­is­ins Skims, sem er í eigu raun­veru­leika­stjörn­unn­ar og at­hafna­kon­unn­ar Kim Kar­dashi­an.

Nýj­asta und­irfa­talína Skims er svo­kölluð brúðkaups­lína og eru nær­föt­in með róm­an­tísku og eggj­andi ívafi, full­kom­in fyr­ir brúðkaups­nótt­ina.

Á mynd­un­um klæðist Champ­i­on fal­leg­um hvít­um blúndu- og silk­inær­föt­um og Schw­arzenegger, í hlut­verki brúðguma, stend­ur henni við hlið klædd­ur í smók­ing og með þvers­laufu.

Örugg­ur í eig­in skinni

Ein mynd af unga par­inu hef­ur þó vakið sér­staka at­hygli á In­sta­gram-síðu Skims, en á þeirri mynd er Schw­arzenegger kviknak­inn og með hvít­an brúðar­vönd til að hylja sitt allra heil­ag­asta.

Schw­arzenegger er ör­ugg­ur í eig­in skinni og ófeim­inn við að koma nak­inn fram eins og aðdá­end­ur nýj­ustu seríu The White Lot­us komust að. Leik­ar­inn, sem fer með hlut­verk Saxon Ratcliff, sprangaði um nak­inn í fyrsta þætti serí­unn­ar, mörg­um til mik­ill­ar ánægju.

Schw­arzenegger, 31 árs, og Champ­i­on, 28 ára, eiga tíu ára sam­bandsaf­mæli í ár og ætla að fagna með því að ganga í hjóna­band síðar á ár­inu.

View this post on In­sta­gram

A post shared by SKIMS (@skims)

View this post on In­sta­gram

A post shared by SKIMS (@skims)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er að mörgu að hyggja bæði innan heimilis og utan. Hressileg skoðanaskipti eru bara af hinu góða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er að mörgu að hyggja bæði innan heimilis og utan. Hressileg skoðanaskipti eru bara af hinu góða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir