„Hún er gangandi svindl“

Meghan Markle í eldhúsinu í þættinum sínum With Love, Meghan.
Meghan Markle í eldhúsinu í þættinum sínum With Love, Meghan. Skjáskot/Youtube

Fylgj­end­ur her­togaynj­unn­ar af Sus­sex, Meg­h­an Markle, eru hand­viss­ir um að mynd­band af henni í vöfflu­bakstri með börn­un­um sín­um hafi verið hrein og bein upp­gerð.

Markle birti mynd­band af sér á In­sta­gram-sögu sinni á mánu­dag þar sem hún þeytti deig í skál og hellti á vöfflu­járnið. Hún birti einnig mynd af vöffl­unni til­bú­inni með rjóma, blá­berj­um og kíví ofan á.

Glögg­ir fylgj­end­ur tóku hins veg­ar eft­ir því að munstrið á vöffl­unni sem hún fram­reiddi fyr­ir börn­in sín, Archie prins, fimm ára, og Li­li­bet prins­essu, þriggja ára, var ekki það sama og munstrið á vöfflu­járn­inu.

Sam­kvæmt vef­miðlin­um Page Six á Markle að hafa notað tvær gerðir járna fyr­ir vöfflu­bakst­ur­inn, eina fyr­ir börn­in og hina fyr­ir sig sjálfa, en net­verj­ar eru ekki par sátt­ir við „sýnd­ar­mennsk­una“.

„Stans­laus árátta Meg­h­an Markle til að ljúga um allt er ansi rugl­ings­leg, og að hún geri það jafn­vel yfir ein­hverju jafn létt­vægu og vöfflu.“ Sá sem skrifaði þessi orð var einnig viss um að Markle hefði keypt vöffl­urn­ar fyr­ir börn­in til­bún­ar úti í búð.

„Hún bakaði þær ekki fyr­ir börn­in sín held­ur notaði þess­ar frosnu vöffl­ur,“ skrifaði ann­ar. 

Þá hljóðaði ein at­huga­semd­in svona: „Hún er gang­andi svindl.“

Staðið hef­ur styr í kring­um her­togaynj­una um langa hríð en kannski sjald­an eins mikið og núna, eft­ir að hún stofnaði lífstílsvörumerkið As Ever og gerði lífs­stílsþætt­ina With Love, Meg­h­an fyr­ir Net­flix. 

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Innsæi annarra hljómar kannski eins og gömul tugga, en kannski er ástæða fyrir því að þú heyrir sömu ráðleggingarnar aftur og aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Innsæi annarra hljómar kannski eins og gömul tugga, en kannski er ástæða fyrir því að þú heyrir sömu ráðleggingarnar aftur og aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf