Geysilega hörð og erfið keppni

Stefán Ragnar tekur við stöðu fyrsta flautuleikara í Fílharmóníusveit Berlínar …
Stefán Ragnar tekur við stöðu fyrsta flautuleikara í Fílharmóníusveit Berlínar í haust.

„Það má segja að þetta sé eins og að vera kom­inn á topp­inn á Ev­erest. Þetta er einn sá mesti heiður sem hægt er að fá í tón­list­ar­heim­in­um í dag,“ seg­ir flautu­leik­ar­inn Stefán Ragn­ar Hösk­ulds­son sem á dög­un­um var val­inn í stöðu fyrsta flautu­leik­ara í Fíl­harm­ón­íu­sveit Berlín­ar.

Er hann jafn­framt fyrsti Íslend­ing­ur­inn sem hlotn­ast sá heiður að vera ráðinn í hljóm­sveit­ina, sem er tal­in ein sú virt­asta í heimi. „Þessi hljóm­sveit á sér sér­stak­an sess því það miðast allt við Berlín­ar­fíl­harm­ón­í­una. Kúltúr­inn og gæðin, þetta er það besta sem hægt er að fá,“ seg­ir hann upp­num­inn.

Lang­ur og far­sæll fer­ill

Stefán Ragn­ar á að baki lang­an og glæst­an fer­il en hann hef­ur búið og starfað í Banda­ríkj­un­um í um 20 ár. Þá gegndi hann stöðu sólóf­lautu­leik­ara hjá Metropolit­an-óper­unni á ár­un­um 2008 til 2016 en hef­ur síðustu ár starfað sem fyrsti flautu­leik­ari Chicago-sin­fón­í­unn­ar. Hyggst hann ljúka starfs­ár­inu þar með hljóm­sveit­inni áður en hann flyst bú­ferl­um til Berlín­ar með fjöl­skyldu sinni.

Innt­ur í fram­hald­inu eft­ir því hver sé leiðin að slík­um ár­angri seg­ir hann dugnað, elju og áhuga hafa skilað sér á þann stað sem hann sé kom­inn á í dag.

Stefán Ragnar ásamt föður sínum. Foreldrar hans studdu vel við …
Stefán Ragn­ar ásamt föður sín­um. For­eldr­ar hans studdu vel við bakið á hon­um í flautu­nám­inu.

„Ég fékk ótrú­leg­an stuðning sem barn og ung­ling­ur í mínu námi. For­eldr­ar mín­ir studdu mig rosa­lega mikið og við pabbi ferðuðumst til að mynda frá Aust­fjörðum til Reykja­vík­ur í hverj­um mánuði í nokk­ur ár, frá því ég var níu ára og þar til ég varð 16 ára og flutt­ist suður. Ég bjó á Reyðarf­irði en er fædd­ur og að mestu upp­al­inn í Nes­kaupstað og fyr­ir aust­an var ekki boðið upp á sam­bæri­lega kennslu og í Reykja­vík. Pabbi kom mér því að í tím­um hjá Bern­h­arði Wilk­in­syni sem var þá í Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands en hann var minn lærifaðir,“ seg­ir hann og bæt­ir við að á þess­um tíma hafi hann lært að standa á eig­in fót­um.

„Ég þurfti að leggja hart að mér en samt kom þetta á ein­hvern hátt svo nátt­úru­lega til mín. Mér fannst alltaf svo gam­an að læra og finnst það enn þann dag í dag.“

Trú­ir þessu varla sjálf­ur

Að sögn Stef­áns Ragn­ars var ferlið í kring­um prufu­spilið mjög taugatrekkj­andi enda marg­ir um hit­una og sam­keppn­in því hörð.

„Þetta er eitt erfiðasta prufu­spil sem hægt er að fara í en þar er farið í alla sauma. Þetta er það erfiðasta sem ég hef tekið þátt í á æv­inni en það voru tug­ir flautu­leik­ara í undanúr­slitaum­ferðinni sem var á fimmtu­degi. Það þurftu all­ir að stand­ast ákveðin hæfniviðmið til að kom­ast í lokaum­ferðina sem var dag­inn eft­ir en hóp­ur fólks komst áfram í hana. Á þeim degi voru svo haldn­ar nokkr­ar um­ferðir sem fækkaði alltaf í en á þess­um degi prufu­spilaði ég sam­tals í sex klukku­stund­ir. Þetta var geysi­lega hörð og erfið keppni svo þetta var alls ekki sjálf­gefið. En ég komst í gegn­um þetta allt sam­an og þetta var ótrú­leg til­finn­ing. Ég trúi þessu varla sjálf­ur,“ seg­ir hann og hlær.

Nán­ar er rætt við Stefán Ragn­ar á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins í dag, fimmtu­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það er gaman að kynnast nýjum mönnum og málefnum og sjalfsagt að vera opinn fyrir hvorutveggja. Vertu bara þú sjálfur og sinntu þínum störfum sem best þú getur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það er gaman að kynnast nýjum mönnum og málefnum og sjalfsagt að vera opinn fyrir hvorutveggja. Vertu bara þú sjálfur og sinntu þínum störfum sem best þú getur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf