Voru skilin þegar hann fannst látinn

Jeff Baena ásamt Aubrey Plaza.
Jeff Baena ásamt Aubrey Plaza. Ljósmynd/AFP

Leikkonan Aubrey Plaza og eiginmaður hennar heitinn, leikstjórinn Jeff Baena, höfðu verið aðskilin í fjóra mánuði þegar hann fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles þann 3. janúar síðastliðinn.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá dánardómstjóra í Los Angeles.

Baena og Plaza fóru hvort í sína áttina í september.

Plaza staðfesti skilnað þeirra í símasamtali við lögreglu daginn sem Baena fannst látinn, en hún var þá flutt til New York. 

Leikkonan tjáði sig um andlát Baena í yfirlýsingu sem send var á Page Six örfáum dögum eftir andlátið.

„Þetta er ólýsanlegur harmleikur. Við þökkum fyrir veittan stuðning og hlýhug í okkar garð. Við biðjum ykkur að virða friðhelgi einkalífsins á þessum erfiðu tímum,“ sagði í yfirlýsingu frá Plaza og fjölskyldu Baena.

Plaza og Baena gengu í hjónaband á heimili sínu árið 2020 eftir tíu ára samband. 

Hans fyrsta mynd, Life Af­ter Beth, kom út árið 2014 og lék Plaza eitt af aðal­hlut­verk­um mynd­ar­inn­ar.

Embætti landlæknis bendir á að mikilvægt sé að þeir sem glíma við sjálfsvígshugsanir segi einhverjum frá líðan sinni, hvort sem er aðstandanda eða hafi samband við Hjálparsíma Rauða krossins 1717, eða á netspjalli 1717.is, við hjúkrunarfræðing í netspjalli á heilsuvera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-samtakanna s. 552-2218. Píeta-samtökin bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyrir aðstandendur þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir.

Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi bendir landlæknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-samtökunum í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir vilja alla þína athygli og tíma ekki að deila henni. Forðastu að setja þig í slíka aðstöðu. Fjölmiðlar, fjarlæg lönd eða framhaldsnám eru ykkur einnig ofarlega í huga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir vilja alla þína athygli og tíma ekki að deila henni. Forðastu að setja þig í slíka aðstöðu. Fjölmiðlar, fjarlæg lönd eða framhaldsnám eru ykkur einnig ofarlega í huga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir