Kate Cassidy, kærasta Liams Payne heitins, fyrrverandi söngvara One Direction sem lést í Argentínu á síðasta ári, deildi nýverið TikTok-myndbandi þar sem hún fór yfir síðustu minningar þeirra saman.
Í myndbandinu segist hún vera að fara í gegnum eigur sínar og tekur upp gulan kjól úr pappakassa sem hún klæddist þegar þau Payne mættu saman í brúðkaup í París 2024.
„Þessi kjóll færir mér svo mikla huggun og ró,“ segir hún grátandi.
Cassidy og Payne ferðuðust saman til Frakklands í september í fyrra til að vera viðstödd brúðkaupið, en það var einungis einum mánuði fyrir andlát hans. Í myndbandinu dregur hún einnig upp hvíta hælaskó sem hún skartaði í veislunni og hælarnir á skónum eru gjöreyddir enda dönsuðu þau allt kvöldið.
Payne lést eftir að hafa fallið fram af svölum hótelherbergis síns í október. Rannsókn lögreglu hefur m.a. leitt í ljós að hann hafi haft áfengi við hönd í félagsskap vændiskvenna stuttu fyrir andlátið.
Fimm einstaklingar hafa verið ákærðir í málinu, þar af tveir starfsmenn hótelsins sem sakaðir eru um að hafa útvegað honum fíkniefni.