Tvær ljóskur eru betri en ein

Umslag plötunnar sem systurnar gerðu saman.
Umslag plötunnar sem systurnar gerðu saman.

„Jæja, tvær ljóskur eru betri en ein,“ á söngkonan Cherie Currie að hafa sagt áður en hún hlóð í breiðskífu með eineggja tvíburasystur sinni, Marie, árið 1980.

Cherie hafði kornung gert garðinn frægan með stúlknarokksveitinni The Runaways en hóf sólóferilinn 1978 með plötunni Beauty's Only Skin Deep. Marie tók þar einn dúett með henni og söng bakraddir. Þegar Marie steig á svið með systur sinni á tónleikum ætlaði allt um koll að keyra, sem varð til þess að næsta plata kom út undir merkjum þeirra beggja, Cherie & Marie Currie. Hét hún því skemmtilega nafni Messin‘ with the Boys. 

Joan Jett og Cherie Currie á tónleikum The Runaways 1976.
Joan Jett og Cherie Currie á tónleikum The Runaways 1976. Wikimedia

Hvorug seldist platan í bílförmum og lítið fór fyrir systrunum á tónlistarsviðinu lengi á eftir. Þá mun Cherie hafa dregið sína djöfla, dóp og annað miður skemmtilegt. Hún hefur þó náð vopnum sínum í seinni tíð og frá 2015 hafa komið frá henni þrjár breiðskífur. Hún hefur líka spreytt sig á leiklist, meðal annars léku systurnar saman í gamanmyndinni The Rosebud Beach Hotel árið 1984.

Marie sagði snemma skilið við músíkina og sneri sér að öðru. Hún sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu árið 2014. Hún var um tíma gift Steve Lukather, gítarleikara Toto, og á með honum tvö börn.

Fyrir ættfróða má geta þess að eldri systir tvíburanna er leikkonan Sondra Currie.

Fjallað er um systurnar og The Runaways í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, einnig aðra kvennasveit, The Bangles, en þær tengjast gegnum sömu konuna. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur vaxandi þörf fyrir að leggjast í ferðalög og víkka þannig sjóndeildarhring þinn. Einhver mun hugsanlega reyna að blekkja þig eða þá að þú reynir að blekkja aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur vaxandi þörf fyrir að leggjast í ferðalög og víkka þannig sjóndeildarhring þinn. Einhver mun hugsanlega reyna að blekkja þig eða þá að þú reynir að blekkja aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant