Brooke Candy gengur til liðs við OnlyFans

Candy ólst upp í úthverfi Los Angeles og er dóttir …
Candy ólst upp í úthverfi Los Angeles og er dóttir Tom Candy, fyrrverandi fjármálastjóra klámtímaritsins Hustler. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Brooke Candy, sem samdi eitt laganna í Óskarsverðlaunamyndinni Anora, hefur gengið til liðs við OnlyFans.

Candy ólst upp í úthverfi Los Angeles og er dóttir Tom Candy, fyrrverandi fjármálastjóra klámtímaritsins Hustler og barnahjúkrunarfræðings. Foreldrar hennar skildu þegar hún var átta ára og í barnæsku er Candy sögð hafa varið miklum tíma á skrifstofu Larry Flynts, forstjóra Hustler. Hún var komin í neyslu fíkniefna við tólf ára aldur.

Candy hefur t.a.m. starfað með söngkonunum Charli XCX og Grimes, sem einnig er ein af barnsmæðrum Elons Musks. Í nýlegu viðtali við Washington Post sagði Candy, sem státar af mjög framandi útliti, að pendúll heimsins væri að sveiflast til baka í átt að viðundrum, en fólk kysi lagatexta sem væru afhjúpandi og annars konar tjáningu þar sem kynlíf er í forgrunni.

Hægt er að segja að Candy sé ekki með þetta …
Hægt er að segja að Candy sé ekki með þetta dæmigerða útlit. Skjáskot/Instagram

Hæstánægð með nýjan kafla

Líkt og segir á Page Six, er varla hægt að hafa eftir textann úr lagi Candy, Drip, sem er eitt laganna í kvikmyndinni Anora.

„Með þessum nýja kafla á OnlyFans hef ég loks rými til að deila sýn minni frjálslega, án þess að vera gagnrýnd. Í mörg ár hef ég þurft að tipla í kringum ritskoðun í umhverfi sem var ekki hannað fyrir listamenn eins og mig, sem fara út fyrir rammann, fagna kynhneigð og ýta á listræn mörk. Ég hef aldrei verið sú sem samræmist eða þynnir út listsköpunina til að falla innan marka einhvers annars.“

Candy segist hafa unnið að ímynd sinni, ásamt teymi, til að skapa eitthvað alveg sérstakt og segist spennt að sýna fólki hvað hún hafi að bjóða, sem er miklu heldur upplifun frekar en aðeins efni.

View this post on Instagram

A post shared by Brooke Candy (@brookecandy)

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jensdóttir
4
Bjarki Bjarnason
5
Jill Mansell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jensdóttir
4
Bjarki Bjarnason
5
Jill Mansell