Er þetta heitasta parið um þessar mundir?

Jennifer Aniston og Pedro Pascal.
Jennifer Aniston og Pedro Pascal. Samsett mynd/Instagram

Sí­lenski leik­ar­inn Pedro Pascal og banda­ríska leik­kon­an Jenni­fer Anist­on eru sögð vera að stinga sam­an nefj­um þessa dag­ana, en þau sáust yf­ir­gefa veit­ingastaðinn Tower Bar á Sun­set Tower-hót­el­inu í Hollywood á laug­ar­dags­kvöldið.

Parið reyndi eft­ir bestu getu að láta lítið fyr­ir sér fara en að sögn viðstaddra þá spjölluðu Pascal og Anist­on langt fram á kvöld og virt­ust njóta fé­lags­skap­ar hvort ann­ars. 

Pascal skaust upp á stjörnu­him­in­inn árið 2015 í þáttaröðinni Narcos og hef­ur leikið hvert stór­hlut­verkið á fæt­ur öðru síðan. Hann hef­ur haldið einka­lífi sínu úr sviðsljós­inu og því er lítið vitað um sam­bands­sögu leik­ar­ans, en orðróm­ur um kyn­hneigð Pascal hef­ur verið á kreiki síðustu ár.

Anist­on varð heims­fræg á 10. ára­tugn­um þegar hún fór með hlut­verk hinn­ar stór­skemmti­legu Rachel Green í gam­anþáttaröðinni Friends. Leik­kon­an hef­ur um ára­bil verið ein eft­ir­sótt­asta leik­kon­an í Hollywood og farið með ótal burðar­hlut­verk í bæði kvik­mynd­um og þáttaröðum.

Anist­on er tví­skil­in. Hún var gift leik­ar­an­um Brad Pitt á ár­un­um 2000 til 2005 og Just­in Theroux á ár­un­um 2015 til 2017.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Page Six (@pages­ix)

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Það er mögulegt að öðlast það sem þú vilt, en samt þýðast valdhafendur. Gefstu ekki upp því þér verður þakkað þótt síðar verði.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Lotta Lux­en­burg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Það er mögulegt að öðlast það sem þú vilt, en samt þýðast valdhafendur. Gefstu ekki upp því þér verður þakkað þótt síðar verði.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Lotta Lux­en­burg