Binni Glee vissi ekki að mennirnir væru giftir

„Grindr [hinsegin smáforritið] er bara fullt af gaurum sem eru í skápnum eða eru giftir eða í sambandi,“ sagði raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn, Binni Glee, í nýjasta hlaðvarpsþætti Veislunnar. 

Í þættinum ræddi Binni um mennina sem eru skráðir í stefnumótaappinu Grindr.

„Það eru eiginlega bara einu gæjarnir sem tala við mig,“ segir hann og bætir við að samskiptin séu alla jafna „discreet“, þ.e. nafnlaus og án mynda.

„Ég veit ekki einu sinni hvað þeir heita enn þá,“ segir hann. 

Aðspurður hvort hann hafi sjálfur lent í því að hitta menn sem haldi einkalífi sínu földu, svarar Binni því játandi.

Hann lýsir því að hafa átt fjölmörg stefnumót við menn sem segjast vera gagnkynhneigðir og jafnvel í sambandi við konur án þess að hann hafi áttað sig á því fyrr en eftir á.

„Ég hef alveg hitt gaura sem ég veit ekki einu sinni enn hvað heita í dag,“ segir Binni. Hann bætir við að stundum rekist hann síðar á þessa einstaklinga í bænum, þar sem þeir eru með kærustunni sinni.

„Og ég bara: ó...“ segir hann og tekur fram að hann heilsi þá ekki.

Binni telur þá sem fari leynt með kynhneigð sína vera miklu fleiri en fólk geri sér almennt grein fyrir.

„[Það er] miklu, miklu meira, ógeðslega mikið,“ segir hann.
Hlaðvarpið Veislan er í umsjón þeirra Gústa B, Sigga Bond & Guggu í gúmmíbát.

Hægt er að horfa eða hlusta á þáttinn hér fyrir neðan: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki nota daginn til þess að versla. Gluggaðu í sjálfshjálparbækur og reyndu að hreyfa þig sem mest. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki nota daginn til þess að versla. Gluggaðu í sjálfshjálparbækur og reyndu að hreyfa þig sem mest. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant