Heiðrar minningu unnusta síns

Shayanna Jenkins er dugleg að minnast unnusta síns, Aaron Hernandez.
Shayanna Jenkins er dugleg að minnast unnusta síns, Aaron Hernandez. Skjáskot/Instagram

Shayanna Jenkins, unnusta NFL-leikmannsins, Aaron Hernandez heitins, heiðrar minningu hans með fallegum myndum af honum og dóttur þeirra.

Hernandez framdi sjálfsvíg fyrir tæpum átta árum, aðeins 27 ára, þar sem hann sat í fangelsi og afplánaði lífstíðardóm fyrir morð.

Jenkins setti mynd af tólf ára dóttur þeirra Hernandez, Avielle, í kirkju þar sem hún hafði skeytt við mynd af Hernandez sem tekin var 2012.

Eftir andlát Hernandez hefur Jenkins reglulega sett inn færslur á samfélagsmiðla til að minnast unnusta síns, sem lék með New England Patriots á árunum 2010-2012. „Þú yfirgafst þennan heim en ekki hjarta mitt,“ skrifaði Jenkins á Instagram árið 2022, ásamt því að deila nokkrum fjölskyldumyndum.

Hernandez fannst látinn í klefa sínum í Massachusetts öryggisfangelsinu í apríl 2017 þar sem hann afplánaði lífstíðardóm fyrir morðið á fótboltamanninum Odin Lloyd, kærasta systur Jenkins, Shaneah Jenkins.

Þess má geta að gefnir voru út heimildaþættirnir á Netflix, Killer Inside: The Mind of Aaron Hernandez (2020), sem fjalla um Hernandez og morðmálið.

E News

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Unni Lindell
4
Jill Mansell
5
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Unni Lindell
4
Jill Mansell
5
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson