Fyrirsætan og leikkonan Jaime King tjáir sig í fyrsta skipti eftir að hún missti forræðið yfir tveimur sonum sínum, James, ellefu ára, og Leo, sem er níu ára og einnig guðsonur söngkonunnar Taylor Swift.
„Ég einbeiti mér núna að því sem mestu máli skiptir, börnunum mínum,“ segir King.
Fyrrverandi eiginmaður King, leikarinn og leikstjórinn Kyle Newman, fékk fullt forræði en King aðeins heimsóknir þrisvar sinnum í viku undir eftirliti. Ástæðan ku vera sú að hún lauk ekki hálfs árs meðferð, 26 vikna foreldraúrræði eða mætti til sameiginlegrar ráðgjafar ásamt Newman vegna barnanna.
Auk heimsókna undir eftirliti hefur henni verið gert að ljúka sex mánaða fíkni- og áfengismeðferð.
King hefur ekki átt sjö dagana sæla en henni var nýlega vísað úr íbúð sinni í Hollywood-hæðum vegna leiguskuldar sem nemur 42.580 dollurum, eða um 5,7 milljónum króna.