Réttarhöld yfir Depardieu hafin í París

Hinn 76 ára gamli Depardieu hefur leikið í meira en …
Hinn 76 ára gamli Depardieu hefur leikið í meira en 200 kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. AFP/ Dimitar Dilkoff

Réttarhöld yfir franska stórleikaranum Gerard Depardieu, sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum við tökur á kvikmynd árið 2021, hófust í gær.

AFP greinir frá og segir leikarann hafa sagt fyrir rétti í París í gær að hann væri ekki vanur að þrífa í konur.

Neitar allri sök

„Ég sé ekki hvers vegna ég ætti að fara að þreifa á rassi og brjóstum konu. Ég er ekki einhver sem nuddar sér upp við aðra í neðanjarðarlestinni,“ var haft eftir honum í fyrstu yfirlýsingu hans við réttarhöldin.

Bætti hann því við að hann væri ekki svona, þetta væru lestir sem væru honum framandi. 

Depardieu, sem er 76 ára, hefur leikið í meira en 200 kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hefur hann verið sakaður um óviðeigandi hegðun af um 20 konum en þetta er hins vegar fyrsta málið sem fer alla leið fyrir dómstóla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jensdóttir
4
Bjarki Bjarnason
5
Jill Mansell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jensdóttir
4
Bjarki Bjarnason
5
Jill Mansell