Harry Bretaprins eyðilagður yfir góðgerðardeilum

Harry Bretaprins vinkar þegar hann kemur til athafnar tíu ára …
Harry Bretaprins vinkar þegar hann kemur til athafnar tíu ára afmælis the Invictus Games, í St Paul's dómkirkjunni í miðborg Lundúna, 8. maí í fyrra. JUSTIN TALLIS / AFP

Harry Bretaprins seg­ist eyðilagður yfir ákvörðun um að segja sig frá afr­ísk­um góðgerðarsam­tök­um í kjöl­far deilna inn­an sam­tak­anna. 

Harry, sem einnig er titlaður her­tog­inn af Sus­sex, stofnaði Sentebale árið 2006 ásamt vini sín­um, Seeiso prins af Lesótó, til minn­ing­ar um látn­ar mæður þeirra. 

Góðgerðasam­tök­in hafa ein­blínt á að styðja við bakið á ungu fólki, í Lesótó og víðar í suður­hluta Afr­íku, sem greinst hef­ur með HIV eða al­næmi.

Nú hafa báðir stigið til hliðar úr sam­tök­un­um vegna gagn­rýni á stjórn­un­ar­hætti inn­an þeirra, sem verið er að rann­saka í Lund­ún­um.

Í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu segja þeir Harry og Seeiso að það sem hafi gerst hafi verið nán­ast óhugs­andi. „Fyr­ir næst­um tutt­ugu árum stofnuðum við Sentebale til heiðurs mæðrum okk­ar. Sentebale þýðir „gleym mér ei“ á tungu­máli Lesótó, og það er það sem við höf­um lofað unga fólk­inu sem við höf­um þjónað í gegn­um þessa góðgerðar­starf­semi.“

Deil­urn­ar sem eiga sér stað segja þeir vera á milli trúnaðarmanna sam­tak­anna og Dr. Sophie Chandauka, sem skipuð var stjórn­ar­formaður í sam­tök­un­um í fyrra. Trúnaðar­menn­irn­ir eiga að hafa ef­ast um að Dr. Chandauka hafi verið ákjós­an­leg­asti kandí­dat­inn í starfið.

Sjálf hef­ur Dr. Chandauka sagt að þetta sé týpísk saga konu sem hafi gagn­rýnt lé­lega stjórn­un­ar­hætti, veika fram­kvæmda­stjórn, mis­beit­ingu valds, einelti, áreitni, kven­fyr­ir­litn­ingu og yf­ir­hylm­ingu.

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú skalt fylgja eðlisávísun þinni og nýta krafta þína til að hjálpa öðrum. Yfirskilvitlegar upplýsingar blasa við þér, ef þú notar skilningavitin fimm til fullnustu fyrst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú skalt fylgja eðlisávísun þinni og nýta krafta þína til að hjálpa öðrum. Yfirskilvitlegar upplýsingar blasa við þér, ef þú notar skilningavitin fimm til fullnustu fyrst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son