Real Housewives of Jersey-stjarnan Teresa Giudice og eiginmaður hennar, Luis Ruelas, skulda nokkrar milljónir dollara í skatta. Þetta kemur fram í tímaritinu People.
Samkvæmt gögnum sem tímaritið hefur undir höndum nema skattaskuldirnar nú þremur milljónum dollara.
Raunveruleikaþáttastjarnan sem gekk í hjónaband með Ruelas 2022 hefur áður afplánað ellefu mánaða fangelsisdóm, árið 2015, fyrir póst- og gjaldþrotasvik. Hún hefur nokkrum sinnum talað opinberlega um dóminn og sagt dómstóla vilja gera úr honum fordæmi.
Fyrrverandi eiginmaður hennar, Joe Guidice, eyddi einnig tíma á bak við lás og slá fyrir sömu glæpi og þegar hann lauk 41 mánaðar afplánun 2019 skildu þau eftir tuttugu ára hjónaband. Guidice hefur ávallt sagt glæpinn á ábyrgð eiginmannsins fyrrverandi og segist einungis hafa skrifað undir pappíra, án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað þeir snerust.
Guidice og Ruelas hittust í fríi á Jersey-ströndinni 2021 og trúlofuðu sig ári síðar. Samband þeirra olli miklu fjaðrafoki hjá þáttastjórnendum Real Houswives og áhorfendum en Ruelas var sakaður um að hafa ráðist á fyrrverandi unnustu sína.