Hinn sextán ára gamli Joshua Blackledge var með yfir milljón fylgjendur á TikTok. Hann fannst látinn á heimili sínu í Norður-Karólínu 18. mars.
Hann er sagður hafa verið heilbrigður unglingur, stundaði nám við Carteret High School og æfði bæði glímu og hlaup. Útivist og veiði í góðum félagsskap áttu einnig hug hans og hjarta. Þá mun hann hafa verið duglegur að aðstoða móður sína Jackie Blackledge með eldamennsku og garðyrkju, svo eitthvað sé nefnt.
Engar upplýsingar um hugsanlega dánarorsök hafa verið gefnar upp opinberlega.
Blackledge setti síðustu færslu sína á TikTok þann 14. mars, með klippum af honum og vinum hans við hvítan pallbíl. Emmie Gillikin, kærasta hans, hefur minnst hans í fallegri færslu á miðlinum.
@f30joshh on the tire ho @Rustyn ♬ original sound - BIG YAVO