Orðrómur hefur verið á flugi undanfarin misseri um að söngkonan Billie Eilish og æskuvinur hennar Nat Wolff séu par. Á þriðjudagskvöldið sáust þau í New York þar sem þau hoppuðu á milli bara.
Þau byrjuðu kvöldið á að horfa á vin sinn, Andrew Scott, troða upp í eins manns uppfærslu á verkinu Vanya í Lucille Lortel-leikhúsinu.
Að því loknu sáust þau taka hring á East Village; byrjuðu á Alan Cumming's Club Cumming og enduðu á Phoenix.
Á Cumming-barnum spiluðu þau snóker og létu vel hvort að öðru og þá heyrðist Wolff segja barþjóninum að þau væru par.