Ingvar E. á forsíðu Guardian

Ingvar E. Sigurðsson og leikarinn Ruaridh Mollica í einu atriða …
Ingvar E. Sigurðsson og leikarinn Ruaridh Mollica í einu atriða Sebastian. Stilla

Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson prýðir nú efstu frétt í menningarhluta enska dagblaðsins Guardian og sést þar uppi í rúmi með ungum manni. Er þar á ferðinni stilla úr nýrri kvikmynd, Sebastian, sem frumsýnd verður í Bretlandi 4. apríl næstkomandi. 

Sebastian fjallar um samnefndan, ungan mann sem er rithöfundur og fer að selja líkama sinn í þeim tilgangi til að afla sér efnis í skáldsögu.

Leikstjóri myndarinnar, Mikko Mäkelä, segir í viðtali í Guardian að hann hafi áttað sig á því að hann væri samkynhneigður þegar hann var 11 ára. Hann ólst upp í smábæ í Finnlandi nærri landamærunum að Rússlandi og segist hafa sökkt sér í kvikmyndir og þá m.a. myndir sem fjölluðu um samkynhneigða, þeirra á meðal Brokeback Mountain.

Í viðtali við The Guardian greinir hann m.a. frá því að foreldrar hans hafi viljað halda kynhneigð hans leyndri og þá m.a. fyrir systkinum hans. „Þau vildu halda þessu leyndu fyrir öllum,“ segir Mäkela m.a. og að foreldrar hans hafi sent hann til sálfræðings sem síðan hafi varið hann og talað hans máli. 

Ingvar leikur í myndinni karlmann sem kaupir þjónustu af hinum unga manni, mann að nafni Daniel Larsson, eins og fram kemur á vef Internet Movie Database, IMDb.com. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að skipuleggja starf þitt betur ef þú átt að koma einhverju í verk. Byrjaðu á því að tala einungis vel um sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sarenbrant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jensdóttir
5
Bjarki Bjarnason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að skipuleggja starf þitt betur ef þú átt að koma einhverju í verk. Byrjaðu á því að tala einungis vel um sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sarenbrant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jensdóttir
5
Bjarki Bjarnason