Kris Jenner nær óþekkjanleg með nýja hárið

Kris Jenner.
Kris Jenner. mbl.is/AFP

Móðir fræg­asta systkina­hóps í heimi, Kris Jenner, gerði allt vit­laust þegar hún frum­sýndi nýtt út­lit á In­sta­gram-síðu sinni nú á dög­un­um.

Jenner, sem hef­ur lengi skartað svo­kallaðri pix­ie-klipp­ingu, er kom­in með aðeins ann­an stíl og síðara hár sem klæðir hana mjög vel.

Færsl­an vakti, eins og við mátti bú­ast, mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlasíðunni, en hátt í 417 þúsund manns hafa lækað við myndaserí­una á aðeins tveim­ur dög­um.

Fjöl­marg­ir hafa einnig ritað at­huga­semd­ir og sagt Jenner líta ná­kvæm­lega eins út og næ­stelsta dótt­ir henn­ar, Kim Kar­dashi­an, en sú skartaði ein­mitt mjög svipaðri hár­greiðslu á síðasta ári.

„Hvor er hvor,“ ritaði einn fylgj­andi raun­veru­leika­stjörn­unn­ar, enda hálfómögu­legt að þekkja þær í sund­ur.

Jenner, sem er 69 ára, skaust upp á stjörnu­him­in­inn, ásamt börn­um sín­um, þegar raun­veru­leikaþáttaröðin Keep­ing Up with the Kar­dashi­an hóf göngu sína árið 2007.

Þáttaröðin, sem er ein vin­sæl­asta og um­deild­asta raun­veru­leikaþáttaröð allra tíma, gaf inn­sýn í lúxus­líf Kar­dashi­an-fjöl­skyld­unn­ar.

Það er svipur með þeim mæðgum.
Það er svip­ur með þeim mæðgum. Sam­sett mynd
View this post on In­sta­gram

A post shared by Kris Jenner (@krisjenner)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú skalt gera plön um að bjóða vinum eða fjölskyldu í heimsókn síðar í vikunni. Gefðu því tíma þótt þér sé það þvert um geð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú skalt gera plön um að bjóða vinum eða fjölskyldu í heimsókn síðar í vikunni. Gefðu því tíma þótt þér sé það þvert um geð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir