Myndir: Eddan afhent

Rúnar Rúnarsson leikstjóri virkaði nánast hissa þegar hann tók við …
Rúnar Rúnarsson leikstjóri virkaði nánast hissa þegar hann tók við verðlaunum fyrir bestu mynd ársins. mbl.is/Árni Sæberg

Gleðin var við völd þegar Eddan, verðlaun Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar (ÍSKA) var afhent við hátíðlega athöfn á Hilton-hóteli í gær. Kvikmynd ársins var valin Ljós­brot í leikstjórn Rún­ars Rún­ars­son­ar, sem jafnframt var verðlaunaður fyrir bestu leikstjórn. Alls hlaut myndin fimm verðlaun. 

Pálmi Kormákur var verðlaunaður fyrir bestan leik í aukahlutverki í …
Pálmi Kormákur var verðlaunaður fyrir bestan leik í aukahlutverki í Snertingu. mbl.is/Árni Sæberg

Kvik­mynd­in Snert­ing í leik­stjórn Baltas­ars Kor­máks hlaut flestar Eddur í ár, eða samtals tíu. Myndin var meðal annars verðlaunuð fyrir besta handritið sem Ólafur Jóhann Ólafsson og Baltasar Kormákur skrifuðu í sameiningu. 

Jón Gnarr brá á leik og fór úr gallabuxunum áður …
Jón Gnarr brá á leik og fór úr gallabuxunum áður en hann ásamt Ragnari Bragasyni veitti verðlaun kvöldsins fyrir besta handrit og leikstjórn. mbl.is/Árni Sæberg

Gunn­ur Mart­ins­dótt­ir Schlüter var valin upp­götv­un árs­ins og hjónin Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir heiðursverðlaun ársins fyrir ómetanlegt framlag til íslenskrar kvikmyndagerðar.

Rætt er ít­ar­leg­ar við heiður­sverðlauna­hafa árs­ins, þau Egil Ólafs­son og Tinnu Gunn­laugs­dótt­ur, á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins á morgun, föstudag.  

Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir hlutu heiðursverðlaun ársins fyrir ómet­an­legt …
Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir hlutu heiðursverðlaun ársins fyrir ómet­an­legt fram­lag til ís­lenskr­ar kvik­mynda­gerðar. Á milli þeirra er Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. mbl.is/Árni Sæberg
Katla Njálsdóttir og Elín Hall, sem voru báðar verðlaunaðar fyrir …
Katla Njálsdóttir og Elín Hall, sem voru báðar verðlaunaðar fyrir leik sinn í Ljósbroti. mbl.is/Árni Sæberg
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veitti bæði heiðursverðlaun kvöldsins og verðlaun …
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veitti bæði heiðursverðlaun kvöldsins og verðlaun til handa þeim sem valinn var uppgötvun ársins. mbl.is/Árni Sæberg
Gunn­ur Mart­ins­dótt­ir Schlüter, sem valin var uppgötvun ársins, og Halla …
Gunn­ur Mart­ins­dótt­ir Schlüter, sem valin var uppgötvun ársins, og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. mbl.is/Árni Sæberg
Egill Ólafsson var verðlaunaður fyrir bestan leik í aðalhlutverki í …
Egill Ólafsson var verðlaunaður fyrir bestan leik í aðalhlutverki í Snertingu. mbl.is/Árni Sæberg
Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir hlutu heiðursverðlaun ársins fyrir ómet­an­legt …
Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir hlutu heiðursverðlaun ársins fyrir ómet­an­legt fram­lag til ís­lenskr­ar kvik­mynda­gerðar. Á milli þeirra er Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. mbl.is/Árni Sæberg
Elín Hall var verðlaunuð fyrir bestan leik í aðalhlutverki í …
Elín Hall var verðlaunuð fyrir bestan leik í aðalhlutverki í Ljósbroti. mbl.is/Árni Sæberg
Katla Njálsdóttir var verðlaunuð fyrir bestan leik í aukahlutverki í …
Katla Njálsdóttir var verðlaunuð fyrir bestan leik í aukahlutverki í Ljósbroti. mbl.is/Árni Sæberg
Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld veittu verðlaun fyrir bestan …
Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld veittu verðlaun fyrir bestan leik í bæði aðal- og aukahlutverkum. mbl.is/Árni Sæberg
Ingvar Sigurðsson, Edda Arnljótsdóttir, Heather Millard og Rúnar Rúnarsson tóku …
Ingvar Sigurðsson, Edda Arnljótsdóttir, Heather Millard og Rúnar Rúnarsson tóku við verðlaunum fyrir O (Hringur) sem valin var besta stuttmynd ársins. mbl.is/Árni Sæberg
Hrönn Sveinsdóttir tók við verðlaunum fyrir hönd Lilju Ingólfsdóttur þegar …
Hrönn Sveinsdóttir tók við verðlaunum fyrir hönd Lilju Ingólfsdóttur þegar kom að bestu erlendu mynd ársins, sem valin var Elskling. Í bakgrunni má sjá Mikael Kaaber, sem var meðal þeirra sem afhentu verðlaun kvöldsins. mbl.is/Árni Sæberg
Bergsteinn Björgúlfsson var verðlaunaður fyrir kvikmyndatöku ársins fyrir Snertingu.
Bergsteinn Björgúlfsson var verðlaunaður fyrir kvikmyndatöku ársins fyrir Snertingu. mbl.is/Árni Sæberg
Margrét Einarsdóttir var verðlaunuð fyrir bestu búninga ársins fyrir Snertingu.
Margrét Einarsdóttir var verðlaunuð fyrir bestu búninga ársins fyrir Snertingu. mbl.is/Árni Sæberg
Geltu eftir Leu Ævarsdóttur og Önnu Sæunni Ólafsdóttur var valið …
Geltu eftir Leu Ævarsdóttur og Önnu Sæunni Ólafsdóttur var valið besta barna- og unglingaefni ársins. mbl.is/Árni Sæberg
Rúnar Rúnarsson fagnaði ákaft þegar Ljósbrot var valin besta mynd …
Rúnar Rúnarsson fagnaði ákaft þegar Ljósbrot var valin besta mynd ársins á Eddunni í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg
Rúnar Rúnarsson var verðlaunaður sem leikstjóri ársins fyrir myndina Ljósbrot. …
Rúnar Rúnarsson var verðlaunaður sem leikstjóri ársins fyrir myndina Ljósbrot. Sú mynd var einnig valin besta mynd ársins. mbl.is/Árni Sæberg
Logi Einarsson, menningarmálaráðherra, veitti verðlaun fyrir bestu heimildamynd ársins og …
Logi Einarsson, menningarmálaráðherra, veitti verðlaun fyrir bestu heimildamynd ársins og kvikmynd ársins. mbl.is/Árni Sæberg
Allir verðlaunahafar kvöldsins á Eddunni í gærkvöldi.
Allir verðlaunahafar kvöldsins á Eddunni í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að skipuleggja starf þitt betur ef þú átt að koma einhverju í verk. Byrjaðu á því að tala einungis vel um sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sarenbrant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jensdóttir
5
Bjarki Bjarnason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að skipuleggja starf þitt betur ef þú átt að koma einhverju í verk. Byrjaðu á því að tala einungis vel um sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sarenbrant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jensdóttir
5
Bjarki Bjarnason