Gleðin var við völd þegar Eddan, verðlaun Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar (ÍSKA) var afhent við hátíðlega athöfn á Hilton-hóteli í gær. Kvikmynd ársins var valin Ljósbrot í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar, sem jafnframt var verðlaunaður fyrir bestu leikstjórn. Alls hlaut myndin fimm verðlaun.
Pálmi Kormákur var verðlaunaður fyrir bestan leik í aukahlutverki í Snertingu.
mbl.is/Árni Sæberg
Kvikmyndin Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks hlaut flestar Eddur í ár, eða samtals tíu. Myndin var meðal annars verðlaunuð fyrir besta handritið sem Ólafur Jóhann Ólafsson og Baltasar Kormákur skrifuðu í sameiningu.
Jón Gnarr brá á leik og fór úr gallabuxunum áður en hann ásamt Ragnari Bragasyni veitti verðlaun kvöldsins fyrir besta handrit og leikstjórn.
mbl.is/Árni Sæberg
Gunnur Martinsdóttir Schlüter var valin uppgötvun ársins og hjónin Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir heiðursverðlaun ársins fyrir ómetanlegt framlag til íslenskrar kvikmyndagerðar.
Rætt er ítarlegar við heiðursverðlaunahafa ársins, þau Egil Ólafsson og Tinnu Gunnlaugsdóttur, á menningarsíðum Morgunblaðsins á morgun, föstudag.
Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir hlutu heiðursverðlaun ársins fyrir ómetanlegt framlag til íslenskrar kvikmyndagerðar. Á milli þeirra er Halla Tómasdóttir, forseti Íslands.
mbl.is/Árni Sæberg
Katla Njálsdóttir og Elín Hall, sem voru báðar verðlaunaðar fyrir leik sinn í Ljósbroti.
mbl.is/Árni Sæberg
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veitti bæði heiðursverðlaun kvöldsins og verðlaun til handa þeim sem valinn var uppgötvun ársins.
mbl.is/Árni Sæberg
Gunnur Martinsdóttir Schlüter, sem valin var uppgötvun ársins, og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands.
mbl.is/Árni Sæberg
Egill Ólafsson var verðlaunaður fyrir bestan leik í aðalhlutverki í Snertingu.
mbl.is/Árni Sæberg
Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir hlutu heiðursverðlaun ársins fyrir ómetanlegt framlag til íslenskrar kvikmyndagerðar. Á milli þeirra er Halla Tómasdóttir, forseti Íslands.
mbl.is/Árni Sæberg
Elín Hall var verðlaunuð fyrir bestan leik í aðalhlutverki í Ljósbroti.
mbl.is/Árni Sæberg
Katla Njálsdóttir var verðlaunuð fyrir bestan leik í aukahlutverki í Ljósbroti.
mbl.is/Árni Sæberg
Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld veittu verðlaun fyrir bestan leik í bæði aðal- og aukahlutverkum.
mbl.is/Árni Sæberg
Ingvar Sigurðsson, Edda Arnljótsdóttir, Heather Millard og Rúnar Rúnarsson tóku við verðlaunum fyrir O (Hringur) sem valin var besta stuttmynd ársins.
mbl.is/Árni Sæberg
Hrönn Sveinsdóttir tók við verðlaunum fyrir hönd Lilju Ingólfsdóttur þegar kom að bestu erlendu mynd ársins, sem valin var Elskling. Í bakgrunni má sjá Mikael Kaaber, sem var meðal þeirra sem afhentu verðlaun kvöldsins.
mbl.is/Árni Sæberg
Bergsteinn Björgúlfsson var verðlaunaður fyrir kvikmyndatöku ársins fyrir Snertingu.
mbl.is/Árni Sæberg
Margrét Einarsdóttir var verðlaunuð fyrir bestu búninga ársins fyrir Snertingu.
mbl.is/Árni Sæberg
Geltu eftir Leu Ævarsdóttur og Önnu Sæunni Ólafsdóttur var valið besta barna- og unglingaefni ársins.
mbl.is/Árni Sæberg
Rúnar Rúnarsson fagnaði ákaft þegar Ljósbrot var valin besta mynd ársins á Eddunni í gærkvöldi.
mbl.is/Árni Sæberg
Rúnar Rúnarsson var verðlaunaður sem leikstjóri ársins fyrir myndina Ljósbrot. Sú mynd var einnig valin besta mynd ársins.
mbl.is/Árni Sæberg
Logi Einarsson, menningarmálaráðherra, veitti verðlaun fyrir bestu heimildamynd ársins og kvikmynd ársins.
mbl.is/Árni Sæberg