Selena Gomez komin með nóg af gagnrýni á þyngdina

Selena Gomez mætir í Vanity Fair-Óskarsteitið í the Wallis Annenberg …
Selena Gomez mætir í Vanity Fair-Óskarsteitið í the Wallis Annenberg Center í Beverly Hills, Kaliforníu, 2. mars. Michael Tran / AFP

Leik- og söngkonan Selena Gomez segist hafa fengið sig fullsadda á að fólk skuli stanslaust koma með athugasemdir varðandi líkama hennar. 

„Þyngdin mín virðist vera mikið mál. Allir hafa eitthvað um hana að segja og það gerir mig virkilega leiða og ekki einu sinni leiða vegna þess að ég er ekki fórnarlamb. Ég held að þetta geri mig bara grama og ég fæ sektarkennd yfir að segja það, en það er satt,“ sagði hún þegar hún kom fram í On Purpose með Jay Shetty.

Í þættinum sagði hún þyngdina geta sveiflast vegna lyfja sem hún tekur við rauðum úlfum (lúpus), sjálfsofnæmissjúkdómi sem gerir það að verkum að varnarkerfi líkamans ræðst á sjálft sig.

„Ég myndi frekar vilja vera heilbrigð og hugsa um sjálfa mig. Lyfin mín eru mikilvæg og ég trúi að þau séu það sem hjálpi mér.“

Í þættinum talaði Gomez einnig um samfélagsmiðla en hún segist ekki vera með slík smáforrit í símanum um þessar mundir og að það hafi reynst gott fyrir andlegu hliðina. 

Þessa dagana er Gomez að kynna nýjustu plötu sína, sem hún gerði með unnusta sínum Benny Blanco, I Said I Love You First.

Cosmopolitan

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Um leið og þú lætur álit þitt í ljós máttu líka eiga von á viðbrögðum við þeim. Reyndu að koma eins miklu í verk og þú getur. Fólk mun ekki kunna að meta afskiptasemi þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sarenbrant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jensdóttir
5
Bjarki Bjarnason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Um leið og þú lætur álit þitt í ljós máttu líka eiga von á viðbrögðum við þeim. Reyndu að koma eins miklu í verk og þú getur. Fólk mun ekki kunna að meta afskiptasemi þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sarenbrant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jensdóttir
5
Bjarki Bjarnason