Aron Can hljóp maraþon á mettíma

Allt það helsta sem hefur dregið að sér athygli á …
Allt það helsta sem hefur dregið að sér athygli á TikTok í vikunni. Samsett mynd

Það er alltaf mikið um að vera á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok og Íslend­ing­ar eru dug­leg­ir að setja inn skemmti­legt efni þar sem grín, óvænt­ar uppá­kom­ur, ferðalög og hvers­dags­líf halda áhorf­end­um við efnið. Hér fyr­ir neðan er stutt yf­ir­lit yfir það helsta sem hef­ur vakið at­hygli í vik­unni.

LXS-skvísurnar og Birnir blanda saman kröftum

Birgitta Líf sýndi frá skemmtilegum degi í lífi sínu á TikTok þar sem hún eyddi deginum með LXS-skvísunum og Birni. Þau voru saman við tökur á tónlistarmyndbandi fyrir nýtt lag frá Birni sem kemur út núna á föstudaginn, 28. mars.

Aron Can hleypur maraþon í LA á mettíma!

Tónlistarmaðurinn Aron Can tók þátt í LA maraþoninu sem fór fram 16. mars síðastliðinn í Los Angeles, Kaliforníu. Hann hljóp 42 kílómetra á aðeins 3 klukkustundum, 8 mínútum og 33 sekúndum sem er frábær árangur! Til hamingju, Aron!

@aroncang

LA Marathon 2k25 grazie Time: 3:08:33 🌴

♬ original sound - Aron Can

Spyr fólk skemmtilegra spurninga.

Ólafur Jóhann labbar um Smáralindina og spyr fólk skemmtilegra spurninga.

@olafurjohann123

Elskum skemmtileg nöfn

♬ original sound - oli

Mánuður í lífi kona 

Hekla Sif Magnúsdóttir deilir áhrifaríku myndbandi þar sem hún sýnir hvernig mánuður í lífi konu getur litið út. Í myndbandinu varpar hún ljósi á sveiflur í líðan og orku og hvernig blæðingar geta haft mikil áhrif á daglegt líf kvenna.

@itshekla Við eigum semsagt eina góða viku í mánuði, got it 💃🏼 #íslensktiktok #fyrirþig #íslenskt ♬ ALEX WARREN LEAKED - alex warren snaps

Kemur fólkinu sínu á óvart með óvæntri heimkomu eftir langt ferðalag

Anna Hákonardóttir hefur dvalið síðustu vikurnar í Tælandi þar sem hún hefur verið í fitnessbúðum. Hún hefur verið virk á TikTok þar sem hún sýndi frá ferðalaginu og vakið mikla athygli. Á dögunum ákvað Anna svo að snúa aftur heim og kom sínum nánustu á óvart með heimkomunni, eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

@annahakonar Oh how much I needed these hugs🥹❤️ #fyp #travel #surprised ♬ Hometown glory x - liveaccsigma

Teboðs-vinkonurnar á allt öðrum stað í lífinu

Sunneva Eir Einarsdóttir deilir skemmtilegu myndbandi þar sem hún talar um að vera á allt öðrum stað í lífinu en vinkona hennar Birta Líf. Á meðan Birta er orðin tveggja barna móðir er Sunneva að velta fyrir sér hvert hún ætti að ferðast næst og hvort það sé of mikið að fá sér þriðja koffíndrykkinn í dag.

@sunnyeinars

samt alltaf besties 🫶🏽🫶🏽

♬ original sound - sunny einars

Helga Margrét passar upp á matarsóun

Helga Margrét sýnir frá öllu því sem hún borðaði yfir daginn sem þriggja barna móðir án þess að henda öllum afgöngum í ruslið.

@helgamagga.is Allt sem ég borðaði í dag ❤️‍🔥 með eitt test þarna frá @Hekla ♬ Cooking, bossa nova, adults, light(950693) - Kids Sound

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Um leið og þú lætur álit þitt í ljós máttu líka eiga von á viðbrögðum við þeim. Reyndu að koma eins miklu í verk og þú getur. Fólk mun ekki kunna að meta afskiptasemi þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sarenbrant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jensdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Um leið og þú lætur álit þitt í ljós máttu líka eiga von á viðbrögðum við þeim. Reyndu að koma eins miklu í verk og þú getur. Fólk mun ekki kunna að meta afskiptasemi þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sarenbrant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jensdóttir