Það er alltaf mikið um að vera á samfélagsmiðlinum TikTok og Íslendingar eru duglegir að setja inn skemmtilegt efni þar sem grín, óvæntar uppákomur, ferðalög og hversdagslíf halda áhorfendum við efnið. Hér fyrir neðan er stutt yfirlit yfir það helsta sem hefur vakið athygli í vikunni.
Birgitta Líf sýndi frá skemmtilegum degi í lífi sínu á TikTok þar sem hún eyddi deginum með LXS-skvísunum og Birni. Þau voru saman við tökur á tónlistarmyndbandi fyrir nýtt lag frá Birni sem kemur út núna á föstudaginn, 28. mars.
Tónlistarmaðurinn Aron Can tók þátt í LA maraþoninu sem fór fram 16. mars síðastliðinn í Los Angeles, Kaliforníu. Hann hljóp 42 kílómetra á aðeins 3 klukkustundum, 8 mínútum og 33 sekúndum sem er frábær árangur! Til hamingju, Aron!
Ólafur Jóhann labbar um Smáralindina og spyr fólk skemmtilegra spurninga.
Hekla Sif Magnúsdóttir deilir áhrifaríku myndbandi þar sem hún sýnir hvernig mánuður í lífi konu getur litið út. Í myndbandinu varpar hún ljósi á sveiflur í líðan og orku og hvernig blæðingar geta haft mikil áhrif á daglegt líf kvenna.
Anna Hákonardóttir hefur dvalið síðustu vikurnar í Tælandi þar sem hún hefur verið í fitnessbúðum. Hún hefur verið virk á TikTok þar sem hún sýndi frá ferðalaginu og vakið mikla athygli. Á dögunum ákvað Anna svo að snúa aftur heim og kom sínum nánustu á óvart með heimkomunni, eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.
Sunneva Eir Einarsdóttir deilir skemmtilegu myndbandi þar sem hún talar um að vera á allt öðrum stað í lífinu en vinkona hennar Birta Líf. Á meðan Birta er orðin tveggja barna móðir er Sunneva að velta fyrir sér hvert hún ætti að ferðast næst og hvort það sé of mikið að fá sér þriðja koffíndrykkinn í dag.
Helga Margrét sýnir frá öllu því sem hún borðaði yfir daginn sem þriggja barna móðir án þess að henda öllum afgöngum í ruslið.