Aron Can hljóp maraþon á mettíma

Allt það helsta sem hefur dregið að sér athygli á …
Allt það helsta sem hefur dregið að sér athygli á TikTok í vikunni. Samsett mynd

Það er alltaf mikið um að vera á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok og Íslend­ing­ar eru dug­leg­ir að setja inn skemmti­legt efni þar sem grín, óvænt­ar uppá­kom­ur, ferðalög og hvers­dags­líf halda áhorf­end­um við efnið. Hér fyr­ir neðan er stutt yf­ir­lit yfir það helsta sem hef­ur vakið at­hygli í vik­unni.

LXS-skvís­urn­ar og Birn­ir blanda sam­an kröft­um

Birgitta Líf sýndi frá skemmti­leg­um degi í lífi sínu á TikT­ok þar sem hún eyddi deg­in­um með LXS-skvís­un­um og Birni. Þau voru sam­an við tök­ur á tón­list­ar­mynd­bandi fyr­ir nýtt lag frá Birni sem kem­ur út núna á föstu­dag­inn, 28. mars.

Aron Can hleyp­ur maraþon í LA á mettíma!

Tón­list­armaður­inn Aron Can tók þátt í LA maraþon­inu sem fór fram 16. mars síðastliðinn í Los Ang­eles, Kali­forn­íu. Hann hljóp 42 kíló­metra á aðeins 3 klukku­stund­um, 8 mín­út­um og 33 sek­únd­um sem er frá­bær ár­ang­ur! Til ham­ingju, Aron!

Spyr fólk skemmti­legra spurn­inga.

Ólaf­ur Jó­hann labb­ar um Smáralind­ina og spyr fólk skemmti­legra spurn­inga.

Mánuður í lífi kona 

Hekla Sif Magnús­dótt­ir deil­ir áhrifa­ríku mynd­bandi þar sem hún sýn­ir hvernig mánuður í lífi konu get­ur litið út. Í mynd­band­inu varp­ar hún ljósi á sveifl­ur í líðan og orku og hvernig blæðing­ar geta haft mik­il áhrif á dag­legt líf kvenna.

Kem­ur fólk­inu sínu á óvart með óvæntri heim­komu eft­ir langt ferðalag

Anna Há­kon­ar­dótt­ir hef­ur dvalið síðustu vik­urn­ar í Tæl­andi þar sem hún hef­ur verið í fit­n­ess­búðum. Hún hef­ur verið virk á TikT­ok þar sem hún sýndi frá ferðalag­inu og vakið mikla at­hygli. Á dög­un­um ákvað Anna svo að snúa aft­ur heim og kom sín­um nán­ustu á óvart með heim­kom­unni, eins og sjá má í mynd­band­inu hér fyr­ir neðan.

Teboðs-vin­kon­urn­ar á allt öðrum stað í líf­inu

Sunn­eva Eir Ein­ars­dótt­ir deil­ir skemmti­legu mynd­bandi þar sem hún tal­ar um að vera á allt öðrum stað í líf­inu en vin­kona henn­ar Birta Líf. Á meðan Birta er orðin tveggja barna móðir er Sunn­eva að velta fyr­ir sér hvert hún ætti að ferðast næst og hvort það sé of mikið að fá sér þriðja koff­índrykk­inn í dag.

Helga Mar­grét pass­ar upp á mat­ar­sóun

Helga Mar­grét sýn­ir frá öllu því sem hún borðaði yfir dag­inn sem þriggja barna móðir án þess að henda öll­um af­göng­um í ruslið.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú skilar af þér þínu eins og klukka, eiginlega sjálfkrafa. Samræður fjölskyldumeðlima eru hressilegar og jákvæðar. Reyndu að hrista það af þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú skilar af þér þínu eins og klukka, eiginlega sjálfkrafa. Samræður fjölskyldumeðlima eru hressilegar og jákvæðar. Reyndu að hrista það af þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir