Bandaríski leikarinn, Richard Chamberlain, er látinn níræður að aldri. Hann var hvað þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðunum Dr. Kildare, Shogun og The Thorn Birds.
Chamberlain lést á laugardagskvöld í Waimanalo á Havaí eftir að hafa fengið heilablóðfall, að fram kemur í tilkynningu frá blaðafulltrúanum hans.