Birnir með stórtónleika

Birnir Sigurðarson rappari hefur verið afar áberandi í senunni síðustu …
Birnir Sigurðarson rappari hefur verið afar áberandi í senunni síðustu ár. mbl.is/Ásdís

Rapparinn Birnir Sigurðarson, eða bara Birnir eins og hann þekkist best, mun halda stórtónleika í Laugardalshöllinni laugardaginn 20. september 2025.

Samkvæmt tilkynningu eru þetta fyrstu tónleikar í höllinni með íslenskum rappara af þeirri kynslóð sem Birnir er og má því segja að um ákveðin tímamót sé að ræða á sviði íslenskrar rapptónlistar.

Sjálfur segist Birnir í færslu á Instagram ætla að „breyta höllinni í klúbb“ og lofar ógleymanlegri upplifun.

„Við erum búnir að vera vinna að þessu í mjög langan tíma og ég er ekkert smá spenntur að upplifa þetta með fólkinu,“ segir Birnir.

Birnir á ófáa slagarana og hver hefur ekki heyrt lögin Já, ég veit, þar sem hann rappar ásamt Herra Hnetusmjöri og Bleikur Rangerover, en með honum í því lagi er Aron Kristinn meðlimur hljómsveitarinnar ClubDub.

Í tilkynningunni segir jafnframt að fleiri munu stíga á svið ásamt Birni, sviðsmyndin verði frumleg og að búast megi við einstakri upplifun. 

Miðasala hefst 2. apríl klukkan 10.00.

View this post on Instagram

A post shared by Birnir (@brnir)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sarenbrant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jensdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sarenbrant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jensdóttir