Handtekin eftir að hjónaerjur fóru úr böndunum

Kim Delaney fór með hlutverk rannsóknarlögreglukonunnar Diönu Russell á árunum …
Kim Delaney fór með hlutverk rannsóknarlögreglukonunnar Diönu Russell á árunum 1995 til 2003. Samsett mynd

Leik­kon­an Kim Dela­ney, sem er einna þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt sem rann­sókn­ar­lög­reglu­kon­an Dia­ne Rus­sell í þáttaröðinni NYPD Blue, og eig­inmaður henn­ar, James Morg­an, voru hand­tek­in á heim­ili sínu í Los Ang­eles á laug­ar­dags­morg­un vegna gruns um heim­iliserj­ur.

Lög­regl­an í Mar­ina del Rey var kölluð að heim­ili Dela­ney og Morg­an eft­ir að hjóna­erj­ur þeirra fóru úr bönd­un­um.

Banda­ríski slúður­vef­ur­inn TMZ greindi fyrst­ur frá og hafði eft­ir heim­ilda­manni lög­regl­unn­ar að rifr­ildi hjón­anna hefði magn­ast upp í slags­mál.

Dela­ney hef­ur verið ákærð fyr­ir árás með ban­vænu vopni og eig­inmaður henn­ar fyr­ir minni hátt­ar lík­ams­árás.

Hjón­in munu mæta fyr­ir dóm­ara á þriðju­dag.

Dela­ney og Morg­an fögnuðu tveggja ára brúðkaup­saf­mæli sínu þann 11. októ­ber í fyrra. Í til­efni dags­ins birti Dela­ney fal­lega mynd af par­inu á In­sta­gram-síðu sinni og skrifaði fal­leg orð við færsl­una.

Morg­an er þriðji eig­inmaður leik­kon­unn­ar.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Kim Dela­ney (@kimdela­ney4reel)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú átt ekki að liggja á skoðunum þínum, þótt þig gruni að þær falli ekki í kramið hjá einhverjum. Þú átt að koma til dyranna eins og þú ert klæddur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú átt ekki að liggja á skoðunum þínum, þótt þig gruni að þær falli ekki í kramið hjá einhverjum. Þú átt að koma til dyranna eins og þú ert klæddur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason