Söng- og leikkonan Jennifer Lopez og raunveruleikaþáttastjarnan og viðskiptakonan Kylie Jenner voru meðal þeirra sem mættu til jarðarfarar hárgreiðslumannsins Jesus Guerrero, í Houston í gær.
Guerrero sem var vinsæll hárgreiðslumaður meðal stjarnanna í Hollywood lést í síðasta mánuði, langt fyrir aldur fram, aðeins 34 ára.
Söngkonan Katy Perry, sem Guerrero sá um hárið á, var að vísu ekki viðstödd jarðarförina en er sögð hafa verið í sambandi við fjölskyldu hárgreiðslumannsins eftir andlát hans.
Stjörnurnar hafa minnst Guerrero á samfélagsmiðlum og skrifaði Jenner: „Ég veit ekki hvernig ég hefði haft það af síðasta áratuginn án þess að hafa hann mér við hlið. Honum var það einum lagið að gera jafnvel þyngstu dagana mjög létta.“