Jennifer Lopez og Kylie Jenner mæta til jarðarfarar

Jennifer Lopez og Kylie Jenner hafa minnst Jesus Guerrero á …
Jennifer Lopez og Kylie Jenner hafa minnst Jesus Guerrero á samfélagsmiðlum. Samsett mynd/Amy Sussman/KEVIN WINTER/AFP

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez og raunveruleikaþáttastjarnan og viðskiptakonan Kylie Jenner voru meðal þeirra sem mættu til jarðarfarar hárgreiðslumannsins Jesus Guerrero, í Houston í gær.

Guerrero sem var vinsæll hárgreiðslumaður meðal stjarnanna í Hollywood lést í síðasta mánuði, langt fyrir aldur fram, aðeins 34 ára.

Söngkonan Katy Perry, sem Guerrero sá um hárið á, var að vísu ekki viðstödd jarðarförina en er sögð hafa verið í sambandi við fjölskyldu hárgreiðslumannsins eftir andlát hans.

Stjörnurnar hafa minnst Guerrero á samfélagsmiðlum og skrifaði Jenner: „Ég veit ekki hvernig ég hefði haft það af síðasta áratuginn án þess að hafa hann mér við hlið. Honum var það einum lagið að gera jafnvel þyngstu dagana mjög létta.“

View this post on Instagram

A post shared by KATY PERRY (@katyperry)

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sarenbrant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jensdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sarenbrant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jensdóttir