Segist eiga fjóra daga ólifaða

Virginia Guiffre komst fyrst í sviðsljósið árið 2015 þegar hún …
Virginia Guiffre komst fyrst í sviðsljósið árið 2015 þegar hún opinberaði meinta misnotkun auðkýfingsins Jeffrey Epstein gegn sér. Skjáskot/Youtube

Hin 41 árs Virginia Guiffre, sem var eitt meintra fórnarlamba auðjöfursins Jeffreys Epsteins, deildi mynd af sér á samfélagsmiðlum þar sem hún segist eiga fjóra daga ólifaða eftir að hafa lent í hörðum árekstri við rútu.

Í færslunni segist Guiffre þjást af nýrnabilun í kjölfar slyssins og óskar eftir að sjá börnin sín í „síðasta sinn“ áður en hún deyr.

„Þeir hafa gefið mér fjóra daga og flutt mig á sjúkrahús sem sérhæfir sig í þvagfæralækningum,“ segir hún við myndina. „En ég held það sé mikilvægt að hafa í huga þegar skólabíll kemur að þér á 110 km/klst þegar við vorum að hægja á okkur í beygju þá skiptir engu máli úr hverju bíllinn er gerður, það gæti allt eins verið áldós.“

Dularfullt slys

Ekki er vitað hvar eða hvenær slysið bar að, líkt og segir í Daily Mail. Meira að segja faðir Guiffre, Sky Roberts, virðist koma af fjöllum miðað við athugasemdir hans við færsluna.

Guiffre kynntist bardagalistakennaranum Robert Guiffre þegar hún var nítján ára á ferðalagi í Taílandi. Parið gifti sig tíu dögum síðar og flutti svo til Ástralíu. Þau eiga þrjú börn saman.

Hjónin voru gift í 22 ár og skildu nýlega og heldur Guiffre því fram að henni hafi verið meinaður umgangur við börnin sín þrjú, sem eru nú á unglingsaldri.

Skjáskot úr þáttunum Jeffrey Epstein: Filthy Rich á Netflix.
Skjáskot úr þáttunum Jeffrey Epstein: Filthy Rich á Netflix. Skjáskot/Youtube

Guiffre komst fyrst í sviðsljósið árið 2015 þegar hún opinberaði meinta misnotkun auðkýfingsins Jeffrey Epstein gegn sér. Síðar kærði hún einnig Andrés prins, hertogann af York, fyrir kynferðislega misnotkun, en hún sagðist þrisvar sinnum hafa sofið hjá prinsinum eftir að Epstein neyddi hana til þess. Þá kærði hún einnig Ghislaine Maxwell, samstarfs- og ástkonu Epsteins, fyrir að tæla sig sem leiddi til téðrar misnotkunar auðkýfingsins. 

Guiffre og Maxwell náðu samkomulagi ásamt lögfræðingum 2017. Guiffre náði samkomulagi við Andrés prins utan dómstóla 2022.

Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi 2019 á meðan hann beið eftir réttarhöldum vegna mansals.

Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sarenbrant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jensdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sarenbrant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jensdóttir