Segist eiga fjóra daga ólifaða

Virginia Guiffre komst fyrst í sviðsljósið árið 2015 þegar hún …
Virginia Guiffre komst fyrst í sviðsljósið árið 2015 þegar hún opinberaði meinta misnotkun auðkýfingsins Jeffrey Epstein gegn sér. Skjáskot/Youtube

Hin 41 árs Virg­inia Guif­fre, sem var eitt meintra fórn­ar­lamba auðjöf­urs­ins Jef­freys Ep­steins, deildi mynd af sér á sam­fé­lags­miðlum þar sem hún seg­ist eiga fjóra daga ólifaða eft­ir að hafa lent í hörðum árekstri við rútu.

Í færsl­unni seg­ist Guif­fre þjást af nýrna­bil­un í kjöl­far slyss­ins og ósk­ar eft­ir að sjá börn­in sín í „síðasta sinn“ áður en hún deyr.

„Þeir hafa gefið mér fjóra daga og flutt mig á sjúkra­hús sem sér­hæf­ir sig í þvag­færa­lækn­ing­um,“ seg­ir hún við mynd­ina. „En ég held það sé mik­il­vægt að hafa í huga þegar skóla­bíll kem­ur að þér á 110 km/​klst þegar við vor­um að hægja á okk­ur í beygju þá skipt­ir engu máli úr hverju bíll­inn er gerður, það gæti allt eins verið áldós.“

Dul­ar­fullt slys

Ekki er vitað hvar eða hvenær slysið bar að, líkt og seg­ir í Daily Mail. Meira að segja faðir Guif­fre, Sky Roberts, virðist koma af fjöll­um miðað við at­huga­semd­ir hans við færsl­una.

Guif­fre kynnt­ist bar­dagalista­kenn­ar­an­um Robert Guif­fre þegar hún var nítj­án ára á ferðalagi í Taílandi. Parið gifti sig tíu dög­um síðar og flutti svo til Ástr­al­íu. Þau eiga þrjú börn sam­an.

Hjón­in voru gift í 22 ár og skildu ný­lega og held­ur Guif­fre því fram að henni hafi verið meinaður um­gang­ur við börn­in sín þrjú, sem eru nú á ung­lings­aldri.

Skjáskot úr þáttunum Jeffrey Epstein: Filthy Rich á Netflix.
Skjá­skot úr þátt­un­um Jef­frey Ep­stein: Filt­hy Rich á Net­flix. Skjá­skot/​Youtu­be

Guif­fre komst fyrst í sviðsljósið árið 2015 þegar hún op­in­beraði meinta mis­notk­un auðkýf­ings­ins Jef­frey Ep­stein gegn sér. Síðar kærði hún einnig Andrés prins, her­tog­ann af York, fyr­ir kyn­ferðis­lega mis­notk­un, en hún sagðist þris­var sinn­um hafa sofið hjá prins­in­um eft­ir að Ep­stein neyddi hana til þess. Þá kærði hún einnig Ghislaine Maxwell, sam­starfs- og ást­konu Ep­steins, fyr­ir að tæla sig sem leiddi til téðrar mis­notk­un­ar auðkýf­ings­ins. 

Guif­fre og Maxwell náðu sam­komu­lagi ásamt lög­fræðing­um 2017. Guif­fre náði sam­komu­lagi við Andrés prins utan dóm­stóla 2022.

Ep­stein framdi sjálfs­víg í fang­elsi 2019 á meðan hann beið eft­ir rétt­ar­höld­um vegna man­sals.

Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Stemmningin er breytileg hjá fólki, rétt eins og veðurfarið. En þú áttar þig á því og stendur undir kröfunum sem til þín eru gerðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Stemmningin er breytileg hjá fólki, rétt eins og veðurfarið. En þú áttar þig á því og stendur undir kröfunum sem til þín eru gerðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Jón­ína Leós­dótt­ir