Eiginkona Brosnan frumsýndi myndarlegt þyngdartap

Keely Shaye Smith stal senunni á rauða dreglinum.
Keely Shaye Smith stal senunni á rauða dreglinum. Ljósmynd/AFP

Hin 61 árs gamla Keely Shaye Smith, eiginkona írska leikarans Pierce Brosnan, stal senunni á frumsýningu þáttaraðarinnar MobLand í New York-borg á mánudagskvöldið.

Smith, blaðamaður og umhverfissinni, vakti mikla athygli á rauða dreglinum, enda stórglæsileg við hlið eiginmanns síns, klædd svörtum blúndukjól og „peep toe“-hælum í stíl.

Það sem vakti þó mesta athygli viðstaddra var myndarlegt þyngdartap hennar, en Smith, sem hefur oft orðið fyrir miklu aðkasti vegna holdafars síns í gegnum árin, er sögð hafa misst hátt í 45 kíló á síðustu mánuðum með breyttu mataræði og reglulegri hreyfingu.

Smith og Brosnan hafa verið gift frá árinu 2001 og eiga tvo syni, Dylan og Paris.

Brosnan hefur ávallt farið fögrum orðum um ávalar línur eiginkonu sinnar og sagði eitt sinn:

„Ég elska hverja einustu línu á líkama hennar.“

Hjónin eru afar glæsileg.
Hjónin eru afar glæsileg. Ljósmynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sarenbrant
4
Unni Lindell
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sarenbrant
4
Unni Lindell
5
Arnaldur Indriðason