Eiginkona Brosnan frumsýndi myndarlegt þyngdartap

Keely Shaye Smith stal senunni á rauða dreglinum.
Keely Shaye Smith stal senunni á rauða dreglinum. Ljósmynd/AFP

Hin 61 árs gamla Keely Shaye Smith, eig­in­kona írska leik­ar­ans Pierce Brosn­an, stal sen­unni á frum­sýn­ingu þátt­araðar­inn­ar MobLand í New York-borg á mánu­dags­kvöldið.

Smith, blaðamaður og um­hverf­issinni, vakti mikla at­hygli á rauða dregl­in­um, enda stór­glæsi­leg við hlið eig­in­manns síns, klædd svört­um blúndukjól og „peep toe“-hæl­um í stíl.

Það sem vakti þó mesta at­hygli viðstaddra var mynd­ar­legt þyngd­artap henn­ar, en Smith, sem hef­ur oft orðið fyr­ir miklu aðkasti vegna holdafars síns í gegn­um árin, er sögð hafa misst hátt í 45 kíló á síðustu mánuðum með breyttu mataræði og reglu­legri hreyf­ingu.

Smith og Brosn­an hafa verið gift frá ár­inu 2001 og eiga tvo syni, Dyl­an og Par­is.

Brosn­an hef­ur ávallt farið fögr­um orðum um ával­ar lín­ur eig­in­konu sinn­ar og sagði eitt sinn:

„Ég elska hverja ein­ustu línu á lík­ama henn­ar.“

Hjónin eru afar glæsileg.
Hjón­in eru afar glæsi­leg. Ljós­mynd/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Reyndu ekki að hespa hlutina af, það virkar bara illa á samstarfsmenn þína auk þess sem árangurinn verður slakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Reyndu ekki að hespa hlutina af, það virkar bara illa á samstarfsmenn þína auk þess sem árangurinn verður slakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir