Ekki tilkynnt um meiðsli í árekstrinum

Virginia Guiffre birti þessa mynd af sér af spítalanum.
Virginia Guiffre birti þessa mynd af sér af spítalanum. Skjáskot/Instagram

Lög­reglu­yf­ir­völd í Ástr­al­íu segja að eng­in meiðsli hafi verið til­kynnt í bíl­slysi sem talið er að Virg­inia Guif­fre, sem var eitt meintra fórn­ar­lamba auðjöf­urs­ins Jef­freys Ep­steins, hafi lent í.

Guif­fre deildi færslu á sunnu­dag­inn þar sem hún kvaðst eiga fjóra daga eft­ir ólifaða sök­um nýrna­bil­un­ar eft­ir að hún lenti í bíl­slysi.

Breska dag­blaðið Tel­egraph grein­ir frá.

„Minni­hátt­ar árekst­ur“

Lög­regl­an í Vest­ur-Ástr­al­íu, þar sem Guif­fre býr, staðfesti við The Tel­egraph að „minni­hátt­ar árekst­ur“ hefði átt sér stað milli rútu og bíls í sveita­byggðinni Neergabby, sem er staðsett um 19 kíló­metra norður af Perth, þann 24. mars rétt eft­ir klukk­an 15:00 að staðar­tíma.

„Eng­in til­kynnt meiðsl urðu vegna árekst­urs­ins,“ sagði talsmaður lög­reglu Vest­ur-Ástr­al­íu í yf­ir­lýs­ingu.

Árekst­ur­inn var til­kynnt­ur af bíl­stjóra rút­unn­ar dag­inn eft­ir og bíll­inn varð fyr­ir minni­hátt­ar skemmd­um, að sögn lög­reglu. Það hef­ur ekki verið staðfest op­in­ber­lega að þetta sé árekst­ur­inn sem Guif­fre full­yrðir að hún hafi lent í.

Virginia Guiffre komst fyrst í sviðsljósið árið 2015 þegar hún …
Virg­inia Guif­fre komst fyrst í sviðsljósið árið 2015 þegar hún op­in­beraði meinta mis­notk­un auðkýf­ings­ins Jef­frey Ep­stein gegn sér. Skjá­skot/​Youtu­be

„Þeir hafa gefið mér fjóra daga

Í færsl­unni seg­ist Guif­fre þjást af nýrna­bil­un í kjöl­far slyss­ins og ósk­ar eft­ir að sjá börn­in sín í „síðasta sinn“ áður en hún deyr.

„Þeir hafa gefið mér fjóra daga og flutt mig á sjúkra­hús sem sér­hæf­ir sig í þvag­færa­lækn­ing­um,“ seg­ir hún við mynd­ina.

„En ég held það sé mik­il­vægt að hafa í huga þegar skóla­bíll kem­ur að þér á 110 km/​​klst þegar við vor­um að hægja á okk­ur í beygju þá skipt­ir engu máli úr hverju bíll­inn er gerður, það gæti allt eins verið áldós.“

Þung­lynd og vill sam­ein­ast börn­um sín­um

Sky Roberts, faðir Giuf­fre, sagði við The Tel­egraph í gær að dótt­ir hans væri þung­lynd og vildi sam­ein­ast börn­um sín­um á ný.

„Henni líður ekki vel. Hún er þung­lynd því hún sakn­ar barn­anna sinna. Hún á fjóra daga eft­ir nema hún fái annað álit frá öðrum lækni,” sagði hann og hélt áfram:

„Það gæti verið að hún láti lífið eft­ir fjóra daga, eins og hún sagði. En ef hún fær ann­an lækni, gætu þeir lík­lega gert aðra hluti fyr­ir hana. Svo það er það eina sem ég bíð eft­ir að heyra.“

Reyn­ir að vera sterk­ur fyr­ir dótt­ur sína

Roberts sagðist vera að reyna að „halda sér sterk­um“ fyr­ir dótt­ur sína, en síðasta þekkta heim­il­is­fang henn­ar var hjá eig­in­manni henn­ar, sem hún er nú skil­in við, í Vest­ur-Ástr­al­íu.

Giuf­fre skildi ný­lega við Robert Giuf­fre, eig­in­mann sinn til 22 ára. Talið er að hún hafi búið í litl­um bæ norður af Perth síðan 2020.

Talsmaður Giuf­fre sagði á mánu­dag­inn: „Virg­inia hef­ur lent í al­var­legu slysi og er að fá lækn­is­hjálp á sjúkra­húsi. Hún er mjög þakk­lát fyr­ir stuðning­inn og góðar ósk­ir sem fólk er að senda.“

Seg­ir að verið sé að eitra fyr­ir börn­um sín­um með lyg­um

Fyr­ir viku síðan birti Giuf­fre færslu á net­inu um hversu mikið hún saknaði barn­anna sinna, en af færsl­unni að dæma má gera ráð fyr­ir því að hún sé ekki með for­ræði yfir börn­un­um sín­um.

„Mín fal­legu börn hafa enga hug­mynd um hversu mikið ég elska þau og það er verið að eitra fyr­ir þeim með lyg­um,“ skrifaði hún.

„Ég sakna þeirra svo mikið. Ég hef gengið í gegn­um hel­víti og aft­ur á mínu 41 ári en þetta er að skaða mig ótrú­lega mikið, meira en nokkuð annað.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Mundu að sumar spurningar eiga sér ekki einhlítt svar. Reyndu að bíða til morguns með að leysa úr málunum og Snúðu þig út úr erfiðum aðstæðum á meðan kostur er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Mundu að sumar spurningar eiga sér ekki einhlítt svar. Reyndu að bíða til morguns með að leysa úr málunum og Snúðu þig út úr erfiðum aðstæðum á meðan kostur er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir