Fyrrverandi kærasta Andrésar komin með nóg af lygum

Lafði Victoria Hervey, fyrrverandi kærasta Andrésar prins, er komin með …
Lafði Victoria Hervey, fyrrverandi kærasta Andrésar prins, er komin með nóg af Virginiu Guiffre. Frederick M. Brown/AFP

Fyrr­ver­andi kær­asta Andrés­ar prins, lafði Victoria Her­vey, var harðorð í garð Virg­iniu Guif­fre eft­ir að sú síðar­nefnda setti inn færslu á sam­fé­lags­miðlum þar sem hún sagðist eiga fjóra daga ólifaða eft­ir að hafa lent í árekstri við rútu.

Eng­ar staðfest­ing­ar hafa hins veg­ar borist um téðan árekst­ur, aðrar en að hann hafi verið minni­hátt­ar.

Her­vey end­ur­birti færslu Guif­fre í In­sta­gram-sögu sinni í gær með orðunum „karma“. Færsla Guif­fre sýndi mynd­ir af henni illa út­leikna á spít­ala eft­ir árekst­ur­inn og sagðist hún hafa fengið nýrna­bil­un í kjöl­farið og ætti fjóra daga ólifaða.

Rakti málið í In­sta­gram-sögu

Í In­sta­gram-sögu sinni sagði Her­vey að Guif­fre þyrfti einnig að gera „al­gjöra játn­ingu“ eft­ir að hún kærði Andrés prins 2021 fyr­ir að nauðga sér þegar hún var 17 ára, sem átti að vera þátt­ur í man­sals­hring auðkýf­ings­ins Jef­freys Ep­steins.

Her­vey bætti um bet­ur og sagðist ekki trúa því að Guif­fre væri dauðvona. Þá sagðist hún hafa vitn­eskju um að al­rík­is­lög­regl­an hefði ný­lega farið að heim­ili Guif­fre og væri með upp­tök­ur því til staðfest­ing­ar að Guif­fre hefði játað að ásak­an­irn­ar á hend­ur Andrési prins væru ósann­ar. 

„Hún ætl­ar að deyja þægi­lega til að forðast fang­elsi,“ sagði Her­vey. Hún hvatti einnig eig­in­mann Guif­fre, Robert Guif­fre, til að op­in­bera sann­leik­ann bæði um meint bíl­slys og ásak­an­ir Guif­fre á hend­ur Andrési og öðrum.

Hún benti einnig á að á spít­alamynd­un­um var Guif­fre með skart­gripi og klædd­ist ekki hefðbundn­um sjúkra­hús­klæðnaði.

Page Six

Skjá­skot/​In­sta­gram
Skjá­skot/​In­sta­gram
Skjá­skot/​In­sta­gram
Skjá­skot/​In­sta­gram
Skjá­skot/​In­sta­gram
Skjá­skot/​In­sta­gram
Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú skalt gera plön um að bjóða vinum eða fjölskyldu í heimsókn síðar í vikunni. Gefðu því tíma þótt þér sé það þvert um geð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú skalt gera plön um að bjóða vinum eða fjölskyldu í heimsókn síðar í vikunni. Gefðu því tíma þótt þér sé það þvert um geð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir