Hvar voru Brooklyn og Nicole?

Beckham-fjölskyldan stillti sér upp fyrir myndatöku.
Beckham-fjölskyldan stillti sér upp fyrir myndatöku. Samsett mynd

Enska knattspyrnugoðsögnin David Beckham sló upp heljarinnar veislu, þar sem engu var til sparað, í tilefni af fimmtugsafmæli sínu nú á dögunum.

Veislan var haldin í hinni sólríku Miami-borg í Bandaríkjunum nokkrum vikum fyrir stóra daginn, en Beckham fagnar hálfrar aldar afmæli sínu þann 2. maí næstkomandi.

Beckham fagnaði deginum ásamt fjölskyldu sinni, vinum og fleiri goðsögnum úr íþróttaheiminum, en meðal gesta voru þeir Shaquille O’Neal, Tom Brady og Lionel Messi.

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi gaf innsýn í veisluhöldin á Instagram-síðu sinni í gærdag og birti meðal annars glæsilega mynd af sér með eiginkonu sinni, fatahönnuðinum Victoriu Beckham, þremur af fjórum börnum þeirra hjóna, Romeo James, Cruz og Harper Seven og kærustum drengjanna.

Það vakti sérstaka athygli að elsti sonur Beckham-hjónanna, Brooklyn, og eiginkona hans, Nicole Peltz, voru ekki viðstödd hátíðarhöldin. 

Ástæða þess er ókunn, en þrálátur orðrómur hefur verið á sveimi um að Victoriu og Nicole sé illa við hvor aðra.

Staðurinn til að fagna

Það hefur verið ansi vinsælt hjá stjörnunum að fagna fimmtugsafmæli sínu í Miami, enda þekkt partíborg. 

Leikkonan Eva Longoria hélt nýverið upp á fimmtugsafmæli sitt með pompi og prakt á veitingastaðnum Ca­sa­donna í borginni og sýndi frá herlegheitunum á Instagram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sarenbrant
4
Unni Lindell
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sarenbrant
4
Unni Lindell
5
Arnaldur Indriðason