Rifjar upp eitt mesta hneyksli í kringum Beckham-hjónin

Það gleymist seint fjölmiðlafárið í kringum meint framhjáhald Davids Beckhams.
Það gleymist seint fjölmiðlafárið í kringum meint framhjáhald Davids Beckhams. Samsett mynd/Instagram/Chandan Khanna/AFP

Rebecca Loos, fyrrum aðstoðarkona knattspyrnugoðsagnarinnar Davids Beckham, sat nýverið í viðtali í þættinum 60 Minutes Australia til að ræða meint ástarsamband þeirra Beckhams. 

Í viðtalinu, sem var birt í gær, sagðist Loos alltaf hafa haldið sig við sannleikann, aldrei ýkt og aldrei logið til um neitt. 

Loos steig fram í fjölmiðlum fyrir um tuttugu árum og sagði þau Beckham hafa átt í fjögurra mánaða ástarsambandi, þá var hann þegar giftur Victoriu Beckham og þau búin að eignast tvö af fjórum börnum sínum, Brooklyn og Romeo.

Mætir „valdamesta parinu“

Loos var hollensk fyrirsæta og starfaði sem aðstoðarkona Beckhams á árinu 2003, stuttu eftir að hann var fenginn til Real Madrid frá Manchester United. Sjálfur hefur Beckham ávallt þverneitað og kallað játningar Loos „fáránlegar“.

Loos sagðist upplifa sjálfa sig hugrakka að hafa mætt hjónunum með sannleikanum. Þegar hún var spurð af hverju, svaraði hún: „Vegna þess að ég er að mæta sterkasta og valdamesta parinu í fjölmiðlum, þau eiga alla heimsins peninga, hafa bestu almannatengslin, bestu lögfræðingana. Og það eina sem ég hafði mér við hlið var sannleikurinn.“

Í viðtalinu sagði hún einnig að Beckham hafi boðið henni á hótel með sér þegar eiginkonan var fjarverandi. 

„Ég féll fyrir hverri einustu klisju sem hann sagði við mig,“ sagði Loos, en hún hafi fljótlega áttað sig að hann væri að spila með hana. Hún bætti við að henni hefði þótt betra að segja frá þessu opinberlega, að það kæmi frá henni sjálfri og hún hefði einhvers konar stjórn.

Í dag starfar Loos sem jóga- og hugleiðslukennari, er gift lækni, Sven Christjar Skai,  og á með honum tvo unglingspilta. 

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sarenbrant
4
Unni Lindell
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sarenbrant
4
Unni Lindell
5
Arnaldur Indriðason