Íslensk sjónvarpssería á Cannes Series-hátíðinni

Hera Hilmar fer í nýtt hlutverk í þáttunum sem glæpakvendið …
Hera Hilmar fer í nýtt hlutverk í þáttunum sem glæpakvendið Marý og þurfti að ganga í gegnum ýmsar útlitsbreytingar fyrir tökur. Ljósmynd/Jónatan Grétarsson

Íslensku leikararnir Ólafur Darri Ólafsson og Hera Hilmarsdóttir fara með aðalhlutverkin í nýrri sjónvarpsseríu, Reykjavík Fusion, sem verður sýnd með haustinu á Sjónvarpi Símans Premium. Í fyrsta skipti birtast þau áhorfendum saman á skjánum og eru þar meðal annarra stórleikara, t.d. Þrastar Leós Gunnarssonar og Unnar Birnu Backman.

Í tilkynningu frá framleiðanda þáttanna ACT4 kemur fram að þeir verði frumsýndir á Cannes Series-hátíðinni sem fram fer í lok apríl, en þangað mætir stórskotalið úr sjónvarpsþáttabransanum alls staðar að, þ.á.m framleiðendur, leikarar o.fl.

Þættirnir fjalla um matreiðslumeistara (Ólaf Darra) sem kemur úr fangelsi og stofnar veitingastað í Reykjavík og notar staðinn fyrir peningaþvætti. Hera leikur rekstrarstjóra staðarins sem nýtir sér einfeldni matreiðslumeistarans til að vinna að eigin hagsmunum. Saman sökkva þau dýpra í undirheimana þar sem rangar ákvarðanir geta reynst ansi dýrkeyptar.

Aðalpersónan Marý er bæði slóttug og margslungin.
Aðalpersónan Marý er bæði slóttug og margslungin. Ljósmynd/Jónatan Grétarsson

Mikil viðurkenning fyrir þættina

„Að vera valin til frumsýningar á Cannes Series er gífurlega mikil viðurkenning fyrir leikara og tökulið. Við lögðum upp með að gera gæðaþáttaröð og það tókst þeim svo sannarlega. Hún er að mörgu leyti óvenjuleg miðað við flestar íslenskar seríur sem við þekkjum. Við erum stolt af teyminu okkar sem tók þátt og gerði þetta að veruleika. Við hlökkum mikið til að bera þáttaröðina á borð fyrir Íslendinga og áhorfendur um allan heim,“ segir Jónas Margeir Ingólfsson, framkvæmdastjóri og yfirframleiðandi ACT4.

Líkt og segir í tilkynningu eru meðframleiðendur þáttanna franska og þýska sjónvarpsstöðin Arte, Wild Sheep Content, framleiðslufyrirtæki Erik Barmack og íslenska framleiðslufyrirtækið SKOT Productions.

Höfundar þáttanna eru Hörður Rúnarsson og Birkir Blær Ingólfsson og er þeim leikstýrt af Samúeli Bjarka Péturssyni og Gunnari Páli Ólafssyni.

Líkt og þessi mynd gefur til kynna mun ýmislegt ganga …
Líkt og þessi mynd gefur til kynna mun ýmislegt ganga á en svuntan er í eigu aðalpersónunnar Marýjar. Ljósmynd/Jónatan Grétarsson



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Velgengnin veltur á getu þinni til að brosa framan í erfiðleikana. Reyndu að njóta alls þess fallega og rómantíska sem gæti orðið á vegi þínum í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arnaldur Indriðason
4
Sofie Sarenbrant
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Velgengnin veltur á getu þinni til að brosa framan í erfiðleikana. Reyndu að njóta alls þess fallega og rómantíska sem gæti orðið á vegi þínum í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arnaldur Indriðason
4
Sofie Sarenbrant
5
Unni Lindell