Útdeildi eiturlyfjum til stjarnanna

Chelsea Handler.
Chelsea Handler. AFP/Michael Tran

Bandaríska leikkonan og grínistinn Chelsea Handler er ófeimin við að láta gamminn geisa, hvort sem er á sviðinu, samfélagsmiðlum eða í viðtölum.

Handler var gestur í spjallþætti Jimmy Kimmel nú á dögunum og fór um víðan völl í spjalli sínu við þáttastjórnandann sívinsæla. Hún ræddi meðal annars um ást sína á hugvíkkandi efnum, en Handler innbyrðir trjónupeðlusveppi (Psilocybe semilanceate) og LSD (Lysergic acid diethylamide) í örskömmtun eða því sem kallast á ensku microdosing.

„Ég elska eiturlyf...sérstaklega örlitla skammta, fólk hefur þessa fordóma gagnvart eiturlyfjum sem mér finnst mjög pirrandi. Eiturlyf geta hjálpað svo mörgum,” sagði Handler, 50 ára.

Í þættinum viðurkenndi hún einnig að hafa gefið fjölmörgum Hollywood-stjörnum eiturlyf í Vanity Fair-fögnuðinum sem haldinn var í Wallis Annenberg-sviðslistamiðstöðinni í Beverly Hills að lokinni Óskarsverðlaunahátíðinni í byrjun mars.

„Ég vil deila þessu með öllum. Ég elska að gefa fólki eiturlyf. Þú hefðir átt að sjá mig í Vanity Fair-fögnuðinum, ó guð minn góður, ég gaf öllum eiturlyf. Ég gekk upp að fólki og sagði: „Taktu þetta, þú munt skemmta þér konunglega“ og fólk sagði bara: „Ok“.

Handler gaf ekki upp nein nöfn en hún sást spjalla við athafnakonuna Paris Hilton og söngkonuna Ritu Ora áður en hún yfirgaf teitið með leikaranum Ralph Fiennes.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Velgengnin veltur á getu þinni til að brosa framan í erfiðleikana. Reyndu að njóta alls þess fallega og rómantíska sem gæti orðið á vegi þínum í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sarenbrant
4
Unni Lindell
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Velgengnin veltur á getu þinni til að brosa framan í erfiðleikana. Reyndu að njóta alls þess fallega og rómantíska sem gæti orðið á vegi þínum í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sarenbrant
4
Unni Lindell
5
Arnaldur Indriðason